Köngulærnar mínar
Ég sef með varann á mér á næturnar. Mér varð nefnilega á í hreinlætisæðinu, sem helltist yfir mig viku fyrir vinnu, að strádrepa köngulær í hrönnum við gluggaþvott.
Ég veit þær ætla að hefna sín. Það er bara spurning hvenær.
Vefirnir hlaðast upp utan á öllum gluggum og ég sé að hernaðaráætlun helvítis spideranna er að vefja húsið inn í vef og éta svo innihaldið........
MIG og í leiðinni saklausa nágranna mína, köttinn, framhaldsskólanemann, bifvélavirkjann og um það bil hálft tonn af hrossaflugum sem halda til hér ásamt öðrum heimilismeðlimum í friði og spekt.
Það er hættulegt að koma í heimsókn þessa dagana nema hafa flugbeittan hníf í vasanum til að skera sig lausan í neyðartilfelli!
Viltu kaffi væna/væni? ;)