þriðjudagur, 29. apríl 2008

Gleðilegt sumar og álfelgur!

Það er komið sumar.
Sólin hefur skinið linnulaust í 3 daga.......minnir mig ;)
Og sumt fólk fer og kaupir sér álfelgur!

Ég er frekar sátt við að ég er ekki felgufólk ;)

Lifið heil og njótið sumarsins léttklædd!

föstudagur, 11. apríl 2008

Dagurinn fyrir D day ;)

Í dag er síðasti undirbúningsdagur fyrir kokkakeppni grunnskóla Íslands.
Á morgun kl.9:30 verður þetta byrjað og vonandi geng ég út úr Mk sæl og sátt kl.14:00.
Ég á eftir að leggja lokahönd á nokkur atriði, senda fréttatilkynningar og sit hér með expresso til að komast almennilega í gang.
Ég er ekki með pro ljósmyndara eins og verið hefur en við skrifstofustjórinn ætlum að leggja saman krafta okkar og beita til þess Canon 400 sem hvorug okkar kann mikið á. Þetta hlýtur að reddast en ég hefði gjarnan viljað fá örnámskeið um birtustjórnun við kaup á vélinni.

Ég fékk svæðanudd heima í sófa í gærkvöldi og tókst að sofa alla nóttina í einum rykk án þess að stressið næði í gegn og rifi mig á fætur um miðja nótt en ég man að í fyrra átti ég mjög erfitt með svefn þessar síðustu nætur fyrir keppni.
Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessu álagsástandi.
Um leið og dagskrá lýkur í dag í MK, það er opið hús fyrir alla þátttökuskólana, þarf ég að hitta fermingarbarnaföður í Bónus en á sunnudaginn sé ég um mat ofan í 90 fermingargesti.
Helgin verður sem sagt stórskemmtileg ;)
Krossiði fingur fyrir mig og sendið smá bros og orkustrauma!
Lifið heil!

sunnudagur, 6. apríl 2008

Æði gæði ;)

Helgin er búin að vera algjör frítími.
Við Guddi eyddum laugardeginum í algjörri slökun og pöntuðum svo pizzu frá Rizzo með Árdísi sem kom í heimsókn um kvöldið.
Kvöldið var æðislegt og versnaði ekkert þegar leið á ;)
Merkilegt hvað það er margt skemmtilegt til.
Morguninn var svo ljómandi fínn því homminn og verkalýðsfrömuðurinn mættu með hálft bakarí í morgunkaffi til okkar Gudda og við áttum yndislega stund saman :)
16 skólar hafa skráð sig til keppni í kokkakeppni grunnskóla Íslands á laugardaginn og allt er að verða klárt. Það er athyglisvert að af þessum 16 skólum koma 8 úr sama hverfi. Það er Grafarvogi og Kjalarnesi.
Kraftur í kennurum í þessu hverfi!
Ég hlakka mikið til að ganga frá þessu verkefni, hitta hina kennarana og ekki síst nemendur sem margir hverjir hafa verið duglegir að hafa samband og eru greinilega mjög efnilegir og áhugasamir matreiðslumenn og konur.
Lífið er yndislegt og njótið þess í botn!

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Örblogg um bilað fjör ;)

Ég er ekki flutt til Timbuktú í algjört netsambandsleysi.
Það er bara mikið að gera hjá mér ;)
Vinna, vinna, vinna og gífurlega öflugt félagslíf hefur algjörlega komið í veg fyrir að ég eyddi mínútu í blogg. Og þótt ég vilji bæta úr þessu þá er bera ekkert að gerast í mínu lífi sem ég get talað um á opnum vef.
Þetta er sem sagt blogg um ekki neitt!
Þeir sem þekkja mig geta bara fyllt í eyðurnar en mikið ofboðslega er gaman að vera til þessa dagana ;)
Munið svo að lifa lífinu lifandi !