Dagurinn fyrir D day ;)
Í dag er síðasti undirbúningsdagur fyrir kokkakeppni grunnskóla Íslands.
Á morgun kl.9:30 verður þetta byrjað og vonandi geng ég út úr Mk sæl og sátt kl.14:00.
Ég á eftir að leggja lokahönd á nokkur atriði, senda fréttatilkynningar og sit hér með expresso til að komast almennilega í gang.
Ég er ekki með pro ljósmyndara eins og verið hefur en við skrifstofustjórinn ætlum að leggja saman krafta okkar og beita til þess Canon 400 sem hvorug okkar kann mikið á. Þetta hlýtur að reddast en ég hefði gjarnan viljað fá örnámskeið um birtustjórnun við kaup á vélinni.
Ég fékk svæðanudd heima í sófa í gærkvöldi og tókst að sofa alla nóttina í einum rykk án þess að stressið næði í gegn og rifi mig á fætur um miðja nótt en ég man að í fyrra átti ég mjög erfitt með svefn þessar síðustu nætur fyrir keppni.
Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessu álagsástandi.
Um leið og dagskrá lýkur í dag í MK, það er opið hús fyrir alla þátttökuskólana, þarf ég að hitta fermingarbarnaföður í Bónus en á sunnudaginn sé ég um mat ofan í 90 fermingargesti.
Helgin verður sem sagt stórskemmtileg ;)
Krossiði fingur fyrir mig og sendið smá bros og orkustrauma!
Lifið heil!
1 ummæli:
Gangi þér bara SVAKA vel!
Skrifa ummæli