sunnudagur, 6. apríl 2008

Æði gæði ;)

Helgin er búin að vera algjör frítími.
Við Guddi eyddum laugardeginum í algjörri slökun og pöntuðum svo pizzu frá Rizzo með Árdísi sem kom í heimsókn um kvöldið.
Kvöldið var æðislegt og versnaði ekkert þegar leið á ;)
Merkilegt hvað það er margt skemmtilegt til.
Morguninn var svo ljómandi fínn því homminn og verkalýðsfrömuðurinn mættu með hálft bakarí í morgunkaffi til okkar Gudda og við áttum yndislega stund saman :)
16 skólar hafa skráð sig til keppni í kokkakeppni grunnskóla Íslands á laugardaginn og allt er að verða klárt. Það er athyglisvert að af þessum 16 skólum koma 8 úr sama hverfi. Það er Grafarvogi og Kjalarnesi.
Kraftur í kennurum í þessu hverfi!
Ég hlakka mikið til að ganga frá þessu verkefni, hitta hina kennarana og ekki síst nemendur sem margir hverjir hafa verið duglegir að hafa samband og eru greinilega mjög efnilegir og áhugasamir matreiðslumenn og konur.
Lífið er yndislegt og njótið þess í botn!

Engin ummæli: