Aðfangadagsmorgunn :)
Klukkan er hálfsex og ég er vöknuð!
Í fyrrdag sátu vinir hér og við spjölluðum við kertaljós og kökur.
Einum fannst ég hlyti að vera stressuð fyrst ég svæfi svona lítið.
En yngsti gesturinn mótmælti. "Hún er ekkert stressuð, hún er bara svo spennt"!
Og það er alveg rétt. Ég verð barn í mér þegar kemur að jólunum og börn vakna yfirleitt extra snemma í desember. Um leið og ég fæ einhverja meðvitund er ég sprottin upp eins og stálfjöður því það ERU AÐ KOMA JÓL!!!
Hahahhahahhahaha!
Í gær, á Þorláksmessu var yndislegt.
Ég plokkað og litað nágrannakonu mína og fékk mér svo kaffibolla með henni.
Döðlubrauðin fóru svo í ofninn og fyrstu vinirnir mættu í kaffi, Jónsi með kærustuna. Þau voru leyst út með paté og lauksultu.
Næst elduðum við skötu!
Minn biti var algjört lostæti, Matsveinaneminn svitnaði og táraðist yfir sínum og þegar við athuguðum málið var hans svona margfalt sterkari en mín en báðar voru sjúklega góðar!
Næst verður tekinn hnoðmörinn á þetta!
Elsti sonurinn kom og við spiluðum dröguvist. Ég vann 4 spil á móti hverju einu sem hann vann. Mikil æfing sem barn við að spila þetta við hana systur mína hefur átt sinn þátt í því!
Homminn og verkalýðsfrömuðurinn komu við á leið í sveitina, afhentu pakka og tóku með sér pakka (gleymdu næstum báðum atriðum).
Svo kom kvöld!
Við settum á bakka döðlubrauð og smér, baguettesneiðar, heimagrafinn lax, heimagerða graflaxsósu (snilldarsósa matsveinanemans), reyklaxamús og piparrótarsósu, heimagert kjúklingalifrarpaté (aftir snilldarframlag nemans), heimagerða rauðlaukssultu, kiwisultu og chilisultu (tengdadóttirin og sonurinn) og hrúgaða bakka af 9 smákökusortum hvorri annarri betri :9
Tengdaforeldrar sonarins mættu, Jón Þó, Ásta og elsti sonurinn með frú og ömmustrák sem elskar lagið um Leppalúða með Baggalút og biður um það um leið og hann er kominn inn úr dyrunum.
Strípalingurinn og himnalengjan hennar komu líka og við áttum yndislegt kvöld hlaðið hlátursköstum og heitu súkkulaði!
Ég elska Þorláksmessu!
Og í kvöld eru JÓLIN!
Gleðileg jól!