Jóla jóla ........ bjór!
Ég get ekki sofið!
Sofnaði hálf tólf, vaknaði um þrjú og sit hér við tölvuna, flakka um á netinu og sötra jólabjór frá Viking og fæ mér stöku bita af jólasíld með rósapipar frá Ora. Namm!
Ástin mín sefur.
Í dag bættist nýtt tæki í fjölskylduna. Frystikista.
Electrolux, 210lítra, leysir nú frystiskápinn, Whirlpool draslið af hólmi. Skápurinn entist í 4 ár og svo dó í honum heilinn!
Ég veit að þessi kista á eftir að lifa í hundrað ár.
HRingdi heim í dag úr vinnunni til að taka stöðuna.
"já, kistan er komin og passaði inn, ég veit ekki hvernig gengur að koma hurðunum upp aftur og það er allt í rúst! En, þú bara slakar á og ég klára þetta"
Ég mætti heim, frekar mikið ægilega uppgefin eins og fylgir þessum síðustu vinnudögum fyrir jól, og það var nánast allt í orden.
"Hva? var ekki allt í rúst?" spurði ég og dáðist að framkvæmdunum. "jú, það er það, ég er alveg að verða búinn, sestu nú og fáðu þér kaffi".
Þessi elska. Hann sá fyrir sér að þetta yrði meira mál í frágangi en það reyndist vera og sá mig líka fyrir sér fá kast og tuða um aðkeypta iðnaðarmenn og svo framvegis í ljósi ótrúar minnar á karlkynið sem tilkomið er vegna fyrri reynslu af getulausum karlmönnum!
Þetta var allt í orden!
Kistan gengur, kompan er þrifin allan hringinn, allt á réttum stöðum og skipulagið í botni, frystirinn á ísskápnum meira að segja afþýddur og klár fyrir sörur, villimousse, graflax, laxamús og svo framvegis!
Og það ótrúlega!
Ég kom ekki nálægt þessu fyrir utan að raða nokkrum hlutum í hillur sem MÉR VORU RÉTTIR!!
Er nokkur furða að ég elski þennan mann!
Já og bjórinn er fínn, jólajósin loga, allt er með ró og spekt og mér líður svoooooo vel!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli