Meira jóla!
Ég fékk hugmynd fyrir doktorinn minn. Smá viðbót í jólapakkann sem fer vel í maga.
Setti það sem ég þarf á innkaupalistann fyrir morgundaginn.
Ég held hún verði frekar sátt!
Og meira um þetta yndi sem ég elska í ræmur!
Bíllinn minn er bónaður og póleraður í ræmur!
Hann gerði þetta í vikunni meðan ég var í vinnunni!
Ég held við höfum verið smíðuð fyrir hvort annað og það sem er svo magnað er að þetta "ekki jólabarn" er farinn að missa sig í jólapælingum og ætlar að fara í verslunarleiðangur í næstu viku og versla smá viðbótargjafir fyrir unglinginn og ömmustrákinn svona prívat frá sér og ég má ekkert að því koma eða vita!
Svo þykist hann ekki fíla jól! Je ræt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli