miðvikudagur, 24. september 2008

Photoshop!

Mig vantar að komast á gott námskeið i photoshop!
Þau sem ég hef reynt að skrá mig á hingað til hafa fallið niður vegna ónægrar þátttöku.
Mig vantar fimm aðila sem vilja á námskeið með mér og þá er hægt að keyra námskeiðið.
Anyone?

föstudagur, 19. september 2008

Lítill engill fimm ára í dag

Í dag hefði hún Sigrún Maren englaprinsessa orðið fimm ára gömul.
Ég trúi því að hún sé í heljarpartíi með blöðrum, sápukúlum og gulltertu, dansandi um á gullskóm með dilla dilla í botni.
:)

Lífið er fullt af óvæntum uppákomum

Lífið kemur mér endalaust á óvart þessa dagana.
Ég er umvafin óendanlegri lukku.
Það gerast hlutir sem eru eins og úr ævintýrabókum og ég upplifi og upplifi og brosi, nýt, græt og hlæ.
Það er undarlegt að verða 43 ára og lifa þá drauminn :)

En það besta er að það sýnir svo skýrt að það á aldrei að hætta að láta sig dreyma.

Þá sem dreymir aldrei, þeir sem hætta að trúa á drauminn.
Þeir upplifa aldrei þá mögnuðu tilfinningu þegar hver dagur er eins og að lesa ævintýri.....
....sem endar vel.

Dreymið
upplfið
gleðijst
njótið
og verið til :)

ég elska lífið!

p.s. það sem sýnir kannski best hversu magnað það er að vera heimónörd þessa dagana að ég vann 75 þúsund í happadrætti háskólans og fannst það bara frekar lítið innslag í þá einstaklega yndislegu tilveru það er sem ég lifi í þessa dagana :)

;)

föstudagur, 12. september 2008

I am alive!

Nei, þær eru ekki búnar að éta mig.
Held þær séu dauðar en þori ekki að gá!
Guddi litli er orðinn þýskumælandi framhaldsskólanemi. Eini aðri fjölskyldumeðlimurinn sem talar þýsku er frú Ólafía kaffivél svo þau eiga eftir að mynda náið samband í vetur.
Bifvélavirkinn var settur í að hlýða yfir fyrir munnlegt þýskupróf, ég var ekki viðstödd en skilst að þýskuframburður virkjans hafi verið meira í ætt við Swahili en Deutch ;)
Guddi fékk samt 9.6 á prófinu en það er líklega þessari meðfæddu þýskufærni hans meira að þakka en yfirhlýðninni (getur maður sagt þetta svona?).

Auf wiedersehn!

*þeir sletta skyrinu* :)