Hahahhahahahahhahahah!
Mér hefur hingað til ekki þótt sérlega gaman að fara með Gudda mínum að versla föt en í dag skemmti ég mér konunglega og hló allan tímann!
Hann og bifvélavirkinn fóru saman inn í alla mátunarklefa, gerðu grín að hverjum öðrum, kommentuðu á hvorn annan og hlógu grimmt á hvors annars kostnað!
Ég og aðrir sem biðu eftir klefunum hlógu jafnmikið. Þeir voru óborganlegir.
Við komum heim ansi mörgum þiðsundköllum fátækari með ansi marga poka!
Vá hvað þeir eru flottir! og það þótt þeir hafi prófað ýmislegt sem orsakaði fáránlegt látbragð og leikræna tilburði mér og öðrum til skemmtunar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli