laugardagur, 16. maí 2009

júróvísjón!




































Ég á mér langa sögu sem mikill júróvisjón fan.
Allt frá þeim tíma þegar júró var sýnt löngu eftir að keppnin var haldin í ríkissjónvarpi sem "lokaði" á fimmtudögum og var svarthvítt!


Ég dansaði og hoppaði og dáðist þvílíkt að flytjendum og tónlistinni!


Það var erfitt að fá mig til að sofna svo hátt uppi var ég eftir að hafa horft á júróið í betri stofunni hennar ömmu.


Framan af árum, meðan börnin mín voru börn, gáfum við hverju lagi atkvæði og spennan á heimilinu var mikil.


Síðustu árin hefur þeim sið að fylgjast með og gefa atkvæði ekki verið verið viðhaldið en nú sit ég og útbý atkvæðalista fyrir mig, gudda og bifvélavirkjann.


það er nefnilega áberandi hvað gamlir siðir sem ég elska eru að rísa upp í tilverunni hjá mér og öll tilveran að gírast niður um leið.
Mér finnst það harla gott mál :)

Og lögin sem mér finnst best eru lag Eistanna, ofboðslega fallegt lag og fallegur flytjandi, Svíþjóð með poppóperulagið og svo Jóhanna með sína mögnuðu rödd. Ég vona að þessum lögum gangi vel og ég veðja á að Is it true verði í topp 5!

Engin ummæli: