laugardagur, 30. maí 2009

Nýtt rúm með þingeysku ívafi!

Ég er stoltur eigandi stærsta rúms sem ég (á það reyndar ekki ein) hef átt um tíðina.
Rúmið var keypt í gegnum er.is.
Systir mín fylgdist með fyrir mig og hringdi inn númer sem ég hafði samband við. Ég geystist á staðinn ásamt bifvélavirkjanum og eftir að hafa við bifvélavirkinni höfðum flatmagað í rúminu stutta stund spurði ég seljandann hvort hann væri að norðan.
"Já" var svarið. Þá spurði ég hvort hann væri kannski þingeyingur. Það var einhver sérstök áhersla í röddinni sem passaði eingöngu við þingeyjarsýslu.
Þá fékk ég spurningu á móti "varst þú ekki í Bárðardal"!
Heimurinn er smár á Íslandi. Þetta var þá mætur Bárðdælingur sem mundi eftir mér enda reyndist þessi aðili mér einstaklega vel á þeim tíma sem ég bjó í Bárðardal (í gamla daga sko). Hann reyndist mér aftur vel í þetta skiptið!
Rúmið fyllir núna nánast út í herbergið og það fylgir því einstaklega góð tilfinning að leggjast í rúm með svona skemmtilegan bakgrunn.
Sérkennilegur fiðringur líka því þessi tiltekni Bárðdælingur var og er sá sætasti af öllum Bárðdælingum fyrr og síðar, bæði á sál og líkama!
Úlallalla :) Ég reyndi að setja inn mynd af dýrgripnum en rúmið er of stórt til að passa á bloggið!!!



Síðustu viku voru gleðidagar í unglingadeildinni og í sálu minni eins og alla daga nú orðið. Þessi hamingja sem ríkir í lífi mínu tekur engan endi en bara vex og vex.
Smurningsilmur og blíðu brúnu augun sem ég horfi í alla morgna þegar ég vakna eiga sinn þátt í því.
Það er yndislegt að vera svona hamingjusamur. Tilfinning sem ég hef ekki upplifað í þessu magni síðan ég var ung og óreynd og trúði virkilega á hið góða í heiminum. Trú sem ég týndi í alltof mörg ár en hefur nú snúið til baka af ótrúlegum krafti!
Lífið er æðislegt og nú er þriggja daga frí með grillveislu í góðra vina félagsskap, spilamennska og svo endar fríið með heimsókn frá ömmu minni sem er mesti snillingur í heimi og gala dinner henni til handa.
Hún er áttræður unglingur sem kann að lifa lífinu!
Ég hlakka ferlega til!

Engin ummæli: