fimmtudagur, 19. nóvember 2009

EEEERIDDA MUUUUUUUUUU???

Sko!
EFtir að við komum úr vínkynningunni (lesist grappa/rauðvínsdýrindinu og klámsögunum af Fransa kóngi) fórum við beint á steikhús (sem fjöllyndi hótelstjórinn mælti með)!
Þar er svona kjötborð eins og í heldri verslunum á landinu kalda.
Svo velur maður hvað maður vill éta, hversu mikið steikt það á að vera og svo er það grillað ofan í mann.
"É MUUUUUUU"? spurði ég (lesist lék ég fyrir) afgreiðslumanninn!
Stefanía dó úr hlátri og sagðist þakklát fyrir að ég var ekki að reyna að fá svínið!
Jújú, þetta var "muuu" svo við hófum að panta. Þetta var skítódýr staður og allskonar pinnar og rúllur og kjötdæmi og pylsur (heimatilbúnar) í borðinu.
Vér íslendingar vorum svöng og nett í kippnum svo við pöntuðum borðið! ALlt nema einhver svínarif og kálfabein sem okkur fannst ekki sérlega spennandi.
Jú, salat fyrir 2 líka og 2 skammta af frönskum og Jói pantaði EINA GRANDE KÓK!!!
Kókið grande reyndist vera tveggja lítra kókflaska!!!!!!
Frönskurnar komu á stærðarinnar fati fyrir 6 manna fjölskyldu og salatið hefði dugað heila helgi á McDonalds á Íslandi, helgina sem staðurinn lokaði og mest seldist!!!!
Þarna sátum við!
Svöngu skinnin rétt við skál með franskar, gras og gos fyrir heilan ættbálk og kjöt, pylsur, pinnar, vefjur og rúllur byrja að berast á borðið.
Stúlkan færði sumt niður á stól. Borðið var ekki nógu stórt.
Þegar við héldum þetta gæti ekki versnað og vorum byrjuð að reyna að troða í okkur dýrindinu kemur enn eitt fatið!
NEI; við pöntuðum þetta sko ekki! Hlussufat af kjötbollum!!!
ÞETTA VAR Í BOÐI HÚSSINS! SENT MEÐ BROS Á VÖR FRÁ GRILLMEISTURUNUM!

Það þarf ekki að taka það fram, við sprungum!
Ég var td. svo södd að mér var illt í handleggjunum, sérstaklega þeim hægri!

EN, við fórum hinsvegar aftur og vorum voða pen þá og pöntuðum bara eina steik á mann!
"Hæ" sagði þjónustustúlkan þegar við örkuðum inn og brosti innilega. Ætlaði ekki að trúa því að við ætluðum bara að fá steikina og EINN skammt af frönskum. "Viljið þið ekki kjötbollur"

Þrátt fyrir að við neituðum og strykjum magann mætti kjötbollufatið á borðið og hún brosti afsakandi!
SKO í boði hússins!!!

Arrividerci!
Hollendingarnir mættu svo og þótt mikið af því sem fram hefur farið síðan þau mættu á svæðið sé ekki prenthæft þá mun ég reyna að koma einhverju hér að!

Ciao!
Nördinn sem nú er ítölsk sjónvarpsstjarna í orðsins fyllstu!!!

Vínkynning ofl. fjör!

Managerinn vinur okkar á hótelinu hefur alveg tekið okkur að sér. Hann er alveg duðdómlega fallegur maður og á dætur út um allan heim!
Langar að sjálfsögðu að koma til Íslands!!!
Well!
Hann fór með okkur til vinar síns sem er með einu stóru vínyrkjuna hér í héraðinu.
Ótrúleg ferð!
Monsjör Botrugno tók ógurlega vel á móti okkur og sýndi okkur víngerðina sína. Okkur var kennt að smakka, meta og skoða yndisleg rauðvín af lífi og sál að ítölskum hætti. Herra Botrugno talaði bara ítölsku og managerinn okkar túlkaði yfir á ensku eins hratt og hann gat því vínmeistarinn, sannur ítali, talaði á 300 km. hraða.´
Í miðri smökkun og frásögn af brúðkaupi Fransiskós konungs, réttara sagt brúðkaupsnóttinni sem þessi Fransi eyddi með ýmsum öðrum konum en eiginkonunni reif vínmeistarinn allt í einu í Stefaníu og dró hana af stað upp einhvern örmjóan og glæfralegan hringstiga. Við Jói óg managerinn héldum í humátt á eftir tilbúin að skerast í leikinn ef hann ætlaði sér að eiga "brúðkaupsnótt" með Stefaníu uppi á háalofti. Hann arkaði upp endalausar tröppur (ég ruglaðist í talningunni en held þær hafi verði vel á fjórða hundraðið og við á eftir. Við enduðum uppi á þaki þar sem hann réðst merkilegt nokk ekki á Stefaníu heldur lýsti fyrir okkkur athæfi þessa kynóða Fransiskós af ákafa.
Túlkurinn túlkaði ekkinema fimmtu hverja setningu svo ég held við höfum misst af mjög djúsí frásögn.
Vínsmökkunin endaði á aldeilis frábæru grappa, kossum og loforðum um að koma aftur og smakka meira!

Við fórum svo beint úr vínsmökkuninni á Steikhús sem managerinn benti okkur á en frásögnin af því kemur síðar því ég er að fara í ítalska tívíið! LIVE!
ARRIVIDERCI!

mánudagur, 16. nóvember 2009

Þjóðarsport suður ítalskra karlmanna!

Við Stefanía röltum af stað á laugardeginum að skoða Brindisi. Rétt hjá hótelinu er stórt og fallegt torg með gosbrunnum og þar klófesti fyrsti ítalinn okkur. Dvergvaxinn tónlistarmaður sem sagði okkur allt um sjálfan sig án þess við værum neitt að biðja hann um það. Hann næstum límdist fastur við okkur en af því hann þurfti heim til að borða pasta, horfa á sjónvarpið og þjást fyrir listina þá gátum við haldið göngunni áfram....... um stund!

Næst sáum við þessa svaka flottu löggur og óvitarnir við ákváðum að smella af þeim mynd. Well, ekki beint það gáfulegasta. Þessir "carabinieri" tóku okkur umsvifalaust í þriðju gráðu yfirheyrslu! Hvaðan vorum við, hvað vorum við að gera hérna, áttum við börn, komum við til að búa til börn, eiginmenn osfrv. Ég mundi setningu frá Ítölsku tíma "Io sono sposata" (ég er GIFT) en Stefanía slapp ekki! ÞEgar þeir vissu að hún væri á lausu heimtaði annar símanúmerið og þá fyrst fórum við að svitna. Það er nefnilega eitthvað bilerí á öllu símadæmi hér og við getum bara notað símana endrum og sinnum eða ekki neitt. Sama hvað er slegið inn. Carabinierinn sló númerið inn og prófaði strax að hringja. Það virkaði ekki. Hann náði næst í löggusímann og þegar hann virkaði ekki heldur skipaði hann Stefaníu að hringja í sig! Þegar við vorum orðnar úrkula vonar um að enda ekki á því að verða handteknar vegna rangra símaupplýsinga komu einhverjir kallar sem þurftu á þeim að halda. Fjúkk!

Það sem er hinsvegar öllu verra mál er að ef þeim tekst að komast í gegn og hringja til Íslands þá hringja þeir í dóttur Stefaníu því hún ruglaði saman sínu númeri og dóttur sinnar!

Næsta umsátur átti sér svo stað niðri við höfnina meðan við biðum eftir vatnastrætó! Kolsvartur rastafari með eldrauð augu heimtaði að við tækjum hann að sér, færum með hann til íslands og svo yrðum við vinir forever. Við gætum opnað hjörtu vor, lokað augunum og treyst honum og svo allir lifað sáttir að eilífu!

Hann sagðist nefnilega sjá það vel að við værum góðar manneskjur sem gætum vel tekið hann með okkur HEIM til Íslands sem hann hafði bókstaflega ekki hugmynd um hvað eða hvar var!

Stefanía bauð honum facebook adressuna sína en það fyrirbæri hafði hann aldrei heyrt af. Við hentum okkur um borð í vatnabussinn og laumuðumst svo framhjá honum því við sáum fyrir okkur að við losnuðum aldrei við hann ef hann fengi færi á okkur aftur.

Nú þorum við Stefanía ekki út úr húsi nema með Jóa með okkur sem Bodyguard!

Paola, gestgjafinn okkar, sagði okkur reyndar að við skildum alveg vera klárar í slaginn því það væri þjóðarsport hérna að reyna við allar erlendar konur!

Amen!

Vínkynningarsagan næst en það var ákaflega ítölsk og svolítið fyndin upplifun!

Arrividerci!

laugardagur, 14. nóvember 2009

VIVA ITALY!

Föstudaginn 13. nóvember lögðum við þrír kennaralingar af stað í Comeniusarleiðangur til Ítalíu. Fyrsta flugið, með Iceland Express, gekk ljómandi vel fram að loka mínútunum. Þá veiktist farþegi og sjúkraliðar, slökkvilið og læknar mættu á staðinn og við biðum þangað til öllu var óhætt og okkur hleypt út að aftan. Ég held/vona að það hafi verði í lagi með manninn fyrir rest.
Eftir þessa ferðabyrjun gekk flugið með British Airways til Bologna ágætlega fyrir utan lítilsháttar uppákomu með Sherry pela í vopnaleitinni. Því máli var reddað hratt og dvölin á Gatwick varð einfaldlega skemmtilegri fyrir vikið......fyrir suma amk.
Til Bologna komumst við og biðum og biðum og biðum eftir vélinni með Ryan Air til Brindisi. Fengum svo forgang í tékk inn og út og niður í hálfgert dýrabúð á flugbrautinni þar sem við biðum eftir að hleypt yrði um borð og þá byrjaði fjörið!
Flugþjónarnir voru ítalskir folar með syngjandi steggjarödd í hærri kantinum og maður minn, þeir notuðu röddina!
Eftir að þeir höfðu hent okkur í sætin gaf flugstjóri dauðans í og við þeyttumst af brautinni. Flugþjónarnir tóku þá til við að kynna framboð veitinga í vélinni, fríhafnarsölu, öryggisatriði, flutíma, hitastig, veðurfar, stjórnarfar, lesefni, gerfisígarettur, tilboð og hitt og þetta af gífurlegum eldmóði. Þeir gengu svo langt að rífa heyrnartólin úr eyrunum á Stefaníu því það væri bara ómögulegt fyrir hana að heyra í þeim ef hún væri með þessi tól í eyrunum.
Svo slökktu þeir ljósin og tilkynntu með dramatískum áherslum að nú tæki við klukkustundar flug... IN THE HOUR OF DARKNESS! Ég fékk svo alvarlegt hláturskast að þeir efldust um helming. "SKAFMIÐAR! SKAFMIÐAR!! ÓTRÚLEGIR VINNINGAR! FRÍAR FLUGFERÐIR MEÐ FLUGFÉLAGINU "IN THE HOUR OF DARKNESS".
Eftir að þeir höfðu selt skafmiða, safnað fyrir bágstödd börn í Brindisi og tilkynnt löngum orðum að einhver farþegi (ekki ítali nota bene) hefði unnið í skafmiðalottóinu og GEFIÐ ÞEIM vinninginn (skiljanlegt því það ferðast varla nokkur ótilneyddur tvisvar með þessum ítalíulúðrum) byrjuðu þeir aftur!
Stefanía sem hafði gert enn eina atlöguna við að horfa á og hlusta á despó í tölvunni, með heyrnartólin í botni, varð eitt spurningamerki. "Hvað nú". Hún var með stillt í botni en lúðurdósirnar ítölsku yfirgnæfðu samt Bree Hodgins!
"FORTUNE COOKIES! FORTUNE COOKIES" Nú stóð til boða að kaupa pakka með 3 spákökum með ofboðslega flottum flugvinningum með "flugfélaginu ofanskráða" nú eða fá einhverja fádæma álitlega forspá (eins og til dæmis, þú kemst lífs af úr þessu snarbrjálaða flugi)! Þeir náðu bókstaflega að tala/öskra flugvalla á milli eða í nákvæmlega 65 mínútur! Og þeir töluðu ekki lítið hátt!
Fleiri ákaflega áhugaverðir atburðir bíða frásagnar eftir að komið var til Brindisi en ég er að fara með Managernum á hótelinu í vínskoðunarferð svo more later!
EN man! það er ekki atburðalaust í þessari ferð og Ítalir eru verrrí spesíal male animals my friends!
ARRIVIDERCI!