VIVA ITALY!
Föstudaginn 13. nóvember lögðum við þrír kennaralingar af stað í Comeniusarleiðangur til Ítalíu. Fyrsta flugið, með Iceland Express, gekk ljómandi vel fram að loka mínútunum. Þá veiktist farþegi og sjúkraliðar, slökkvilið og læknar mættu á staðinn og við biðum þangað til öllu var óhætt og okkur hleypt út að aftan. Ég held/vona að það hafi verði í lagi með manninn fyrir rest.
Eftir þessa ferðabyrjun gekk flugið með British Airways til Bologna ágætlega fyrir utan lítilsháttar uppákomu með Sherry pela í vopnaleitinni. Því máli var reddað hratt og dvölin á Gatwick varð einfaldlega skemmtilegri fyrir vikið......fyrir suma amk.
Til Bologna komumst við og biðum og biðum og biðum eftir vélinni með Ryan Air til Brindisi. Fengum svo forgang í tékk inn og út og niður í hálfgert dýrabúð á flugbrautinni þar sem við biðum eftir að hleypt yrði um borð og þá byrjaði fjörið!
Flugþjónarnir voru ítalskir folar með syngjandi steggjarödd í hærri kantinum og maður minn, þeir notuðu röddina!
Eftir að þeir höfðu hent okkur í sætin gaf flugstjóri dauðans í og við þeyttumst af brautinni. Flugþjónarnir tóku þá til við að kynna framboð veitinga í vélinni, fríhafnarsölu, öryggisatriði, flutíma, hitastig, veðurfar, stjórnarfar, lesefni, gerfisígarettur, tilboð og hitt og þetta af gífurlegum eldmóði. Þeir gengu svo langt að rífa heyrnartólin úr eyrunum á Stefaníu því það væri bara ómögulegt fyrir hana að heyra í þeim ef hún væri með þessi tól í eyrunum.
Svo slökktu þeir ljósin og tilkynntu með dramatískum áherslum að nú tæki við klukkustundar flug... IN THE HOUR OF DARKNESS! Ég fékk svo alvarlegt hláturskast að þeir efldust um helming. "SKAFMIÐAR! SKAFMIÐAR!! ÓTRÚLEGIR VINNINGAR! FRÍAR FLUGFERÐIR MEÐ FLUGFÉLAGINU "IN THE HOUR OF DARKNESS".
Eftir að þeir höfðu selt skafmiða, safnað fyrir bágstödd börn í Brindisi og tilkynnt löngum orðum að einhver farþegi (ekki ítali nota bene) hefði unnið í skafmiðalottóinu og GEFIÐ ÞEIM vinninginn (skiljanlegt því það ferðast varla nokkur ótilneyddur tvisvar með þessum ítalíulúðrum) byrjuðu þeir aftur!
Stefanía sem hafði gert enn eina atlöguna við að horfa á og hlusta á despó í tölvunni, með heyrnartólin í botni, varð eitt spurningamerki. "Hvað nú". Hún var með stillt í botni en lúðurdósirnar ítölsku yfirgnæfðu samt Bree Hodgins!
"FORTUNE COOKIES! FORTUNE COOKIES" Nú stóð til boða að kaupa pakka með 3 spákökum með ofboðslega flottum flugvinningum með "flugfélaginu ofanskráða" nú eða fá einhverja fádæma álitlega forspá (eins og til dæmis, þú kemst lífs af úr þessu snarbrjálaða flugi)! Þeir náðu bókstaflega að tala/öskra flugvalla á milli eða í nákvæmlega 65 mínútur! Og þeir töluðu ekki lítið hátt!
Fleiri ákaflega áhugaverðir atburðir bíða frásagnar eftir að komið var til Brindisi en ég er að fara með Managernum á hótelinu í vínskoðunarferð svo more later!
EN man! það er ekki atburðalaust í þessari ferð og Ítalir eru verrrí spesíal male animals my friends!
ARRIVIDERCI!
5 ummæli:
Snilld! Hlakka til þess að heyra alla ferðasöguna!
Svanhildur
Ha haha ha, greinilega snilldarlegasta flugferð ever!!
Hlakka til að heyra framhaldið, góða skemmtun !
Inga Lára
Hahahahaaa. Endilega haltu áfram með blogg af ævintýrum ykkar meðal ítalskra lúðurþeytara og bumbuslagara. Bestu kveðjur til þín í stígvélalagaða landinu.
Árni (eineygði) og Ragnar.
Bjútífúl bara :))) spurning um að biðja þá að fara með aríur og ganga um nakta á leiðinni til baka ;) Elskan mín - þeir eru svo bæ í bjútífúl Ítalía... :) Love, Árdís Kristín
Já sæll, það var nú ekki við öðru að búast en ævintýrum þegar þú-að-ferðast ert annars vegar... Meira svona takk! ;)
Skrifa ummæli