fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Vínkynning ofl. fjör!

Managerinn vinur okkar á hótelinu hefur alveg tekið okkur að sér. Hann er alveg duðdómlega fallegur maður og á dætur út um allan heim!
Langar að sjálfsögðu að koma til Íslands!!!
Well!
Hann fór með okkur til vinar síns sem er með einu stóru vínyrkjuna hér í héraðinu.
Ótrúleg ferð!
Monsjör Botrugno tók ógurlega vel á móti okkur og sýndi okkur víngerðina sína. Okkur var kennt að smakka, meta og skoða yndisleg rauðvín af lífi og sál að ítölskum hætti. Herra Botrugno talaði bara ítölsku og managerinn okkar túlkaði yfir á ensku eins hratt og hann gat því vínmeistarinn, sannur ítali, talaði á 300 km. hraða.´
Í miðri smökkun og frásögn af brúðkaupi Fransiskós konungs, réttara sagt brúðkaupsnóttinni sem þessi Fransi eyddi með ýmsum öðrum konum en eiginkonunni reif vínmeistarinn allt í einu í Stefaníu og dró hana af stað upp einhvern örmjóan og glæfralegan hringstiga. Við Jói óg managerinn héldum í humátt á eftir tilbúin að skerast í leikinn ef hann ætlaði sér að eiga "brúðkaupsnótt" með Stefaníu uppi á háalofti. Hann arkaði upp endalausar tröppur (ég ruglaðist í talningunni en held þær hafi verði vel á fjórða hundraðið og við á eftir. Við enduðum uppi á þaki þar sem hann réðst merkilegt nokk ekki á Stefaníu heldur lýsti fyrir okkkur athæfi þessa kynóða Fransiskós af ákafa.
Túlkurinn túlkaði ekkinema fimmtu hverja setningu svo ég held við höfum misst af mjög djúsí frásögn.
Vínsmökkunin endaði á aldeilis frábæru grappa, kossum og loforðum um að koma aftur og smakka meira!

Við fórum svo beint úr vínsmökkuninni á Steikhús sem managerinn benti okkur á en frásögnin af því kemur síðar því ég er að fara í ítalska tívíið! LIVE!
ARRIVIDERCI!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Passaðu bara að hann eignist ekki enn eina dótturina hér upp á Íslandi. Svo eru ítalskir menn "signor" ekki "monsjör". Það er í Frakklandi.
Bestu kveðjur til Brindísar
Árni Geir

Auður sagði...

Hvað var hann að draga ykkur upp þessar tröppur til að lýsa einhverjum kynlífssenum? Það var sem sagt ekki hægt þarna inni? Kexruglað fólk, allt saman...