föstudagur, 15. maí 2009

Bloggþörf og fuglasöngur árla dags :)

Ég þurfti að skoða bloggið mitt til að leita að uppskrift um daginn og viti menn. Vaknaði ekki bloggþörfin aftur.
Ég hló nefnilega af og til, flissaði á stundum og brosti út í annað af og til við lesturinn.
Ég er nefnilega töluverður sjálfsdýrkandi :9

Sólin skín í dag og ég heyri fuglasöng, sérstaklega þegar ég sit á salerninu í ró og friði með opinn gluggann. Stundum heyri ég reyndar í nágrönnunum rétt við gluggann, spjalla við vini og vandamenn en oftar er það fuglasöngurinn.
Það er eitthvað sérdeils friðsældarlegt við að heyra fuglasöng við þessi morgunverk og fá svona bernskufíling beint í æð.
Þegar ég var lítil stelpa á Hofsós var þessi dodoooooooooo dodoooooooo fuglasöngur nefnilega alltaf til staðar frá því snemma á vorin og ég elska allt sem tengist Hofsós, besta bæ á Íslandi :)
Það er ekki slæmt að fá þessa sælu bernskuminningu svona beint í æð eldsnemma á morgnana en mikið þætti mér gaman að vita hvaða fugl það er sem syngur svona fallega DoDoooooooo DoDooooooo hér í Grafarvoginum :)

2 ummæli:

Auður sagði...

Haha, það er alltaf gott að þekkja sjálfan sig og geta hlegið aðeins (... að sjálfum sér).

Heimilisfræðinördinn sagði...

Ég er auli aldarinnar. Fallegi fuglasöngurinn er Lóa!!!
How stupid can one person be!