mánudagur, 18. maí 2009

Veðursældin ótrúleg

Þriðji dagurinn sem sólin sleikir gluggann eldsnemma!
Eurovision kvöldið var alveg frábært. Ég fæ sæta unglingsdömu lánaða reglulega og hún gisti hjá mér á laugardagskvöldið og tók virkan þátt í dómarastörfum á heimilinu svo við vorum 4 sem fylgdumst með keppninni.
Mest allan tímann, Guddi minn hafði ekki alveg úthald í að fylgjast með allan tímann. Tölvan hans varð nefnilega svo einmana að hann varð aðeins að sinna henni og missti því af Rúmenska laginu og því Breska.
Lögin sem voru stigahæst á heimilinu voru:
Eistland, Ísland, Finnland, Svíþjóð, Grikkland, Malta, Tyrkland og Portúgal.
Þegar Ísland fékk mörg stig og toppbaráttan í algleymi öskruðum við lánsbarnið svo hátt að bifvélavirkinn kvartaði. Við öskruðum enn hærra og hann kvartaði ekkert í restina þegar Jóhanna tók annað sætið!
Ótrúlega gaman.
Það lá töluverð hestalykt yfir vötnum því lánsbarnið og ég eyddum deginum í hesthúsinu hjá vegagerðarmanninum og framhaldsskólakennaranum. Lánsbarnið fór á hestbak og var alveg ótrúlega flott á hestbaki þrátt fyrir að hafa bara einu sinni farið á hestbak áður og það á leikskólaaldri. Þá datt hún af baki og þetta var fyrsta ferðin hennar síðan þá.
Nú er hún hooked!
Já og Guddi hringdi inn stig fyrir Þýskaland. Það hefði verið alveg sama hvað þjóðverjarnir hefðu gert á sviðinu því hann er einstaklega hliðhollur öllu þýsku þessa dagana enda á leið í námsferð til Dusseldorf á vegum Borgarholtsskóla fyrir frábæra frammistöðu í Þýsku í vetur!
Já og annað, alveg gjörsamlega brjálæðislega geggjað og frábært!
Hann fékk 8 og 9 í stærðfræði!
Stærðfræðihæfileikar hans og doktorsnemans eru algjörlega arfur frá föður þeirra.
Ég get ekki pantað pizzu ofan í 20 barna bekkinn minn og pantað réttan fjölda, tel alltaf vitlaust og sama á við með ís. Keypti ísbox með 6 ísum í um daginn, tók fjögur box úr SEM VORU UMFRAM og mætti með 14 stk!
Ég get ekki lagt saman 2 og 2, ég ruglast einhverstaðar á leiðinni, það er alveg bókað.
Þegar ég tel hóp þrisvar fæ ég þrjár mismunandi tölur.
En ég kann að elda og ég reddaði þessu með ísinn!

1 ummæli:

Auður sagði...

HAHAHAHAHA! LOL. LOL. Ég skil engan veginn þessa sögu með ísinn en hlæ mig samt máttlausa! HAHAHA!