sunnudagur, 27. september 2009

Ohh, var búin að gleyma Ikea!

Átti yndislegt kvöld í gær með vinum, sushi, Tom Yum súpu og himneskri súkkulaðitertu.
Sofnaði þrjú eftir Law and Order gláp með strípó.
Matsveinninn var í dyravörslu og skreið inn um sjö.
Ég er pikkföst og beygluð af gigt og ætla að skríða upp í sófa undir teppi og horfa á meira law and order!
Kem hingað til að slá um mig sælunni af gærkvöldinu og rólegheita degi framundan og þá!
IKEA!
úfffffffffffffff en það er opið til sjö og ég plata matsveininn bara í bíltúr með mér seinni partinn ;) Hleyp inn, target on, upp rúllustigannn, niður stigann, gegnum eldhúsdótið og inn mottumegin og þaðan í lampadeildina, til baka, gegnum kerti og skrautdót og beint að kassa með fenginn!
Ætti ekki að taka langan tíma og ekki að vera alltof þreytandi.

Málið er að fyrir mína vefjagigt eru ferðir í moll og verslanir eins og Ikea algjört eitur og heilsan gjörsamlega hrynur við stystu ferðir á þessa erfiðu staði!
Ég get unnið heilan vinnudag og orðið minna þreytt og minna verkjuð en eftir hálfrar klst. ferð í verslanir og moll!

Ætli Ikea sendi heim þrjá skerma?

laugardagur, 26. september 2009

Ikea seinna...

það er opið í Ikea á sunnudögum, fer þangað á morgun.....endar með því að ég fer ekki neitt!

Ætli þeir sendi heim á höfuðborgarsvæðinu þrjá lampaskerma?

Stórhættuleg sport og verstu verslanir í Rvík!

Doktorinn er með 6 skrúfur í handleggnum eftir að handleggsbrotna við spark á æfingu í TaekWondo!

Guddi er farinn að æfa Marshall Arts! box og tilheyrandi spörk og læti!

Ég ét tíu róandi á dag!

Þarf í Ikea af öllum stöðum í dag, sá auglýsingu og í auglýsingunni ljósaskerma á eldhúsljósið sem ég hef beðið eftir í 4 ár svo ég verð!

Annar tíu töflu skammtur af róandi til að hafa það af.

Ikea er sú verslun í Rvík sem mér finnst næst erfiðast að fara í. Fylgir bara streita og vanlíðan að lokast inni í þessu bákni sem búðin er og ólíkt gamla Ikea eru ENGAR útkomuleiðir eftir að maður er kominn inn í gímaldið!

Versta verslun allra tíma er samt Ilva! Hef einu sinni farið og fékk alvarlegt innilokunar og kvíðakast þegar ég endaði í dimmri og lokaðri blindgötu í botni verslunarinnar og engin leið út nema fara upp á efri hæð eftir þröngum dimmum stiga og uppi, allan hringinn til baka, niður og svo út!

Þvílíkt EVIl hönnun á verslunarhúsnæði!!!! Neðri hæðin lokast í aflokuðum gangi, dimmum og þröngum og það er ENGIN útgönguleið! Í myrkri bak við vegg má finna þröngan stiga upp á loft og það er eina útgönguleiðin!

Crap!

Ég hélt það væri falskur renni veggur sem staffið opnaði bara ef þú verslaðir vörur fyrir yfir 100.000 kall!

Never again!

sunnudagur, 13. september 2009

Sætur sunnudagur :)

Mmmm það er svo notalegt að vakna snemma á sunnudagsmorgnum, skríða fram úr, NAKIN, elda morgunmat og skríða svo upp í aftur og horfa á lögguþætti!

Ró og friður!

Svo sækjum við Gudda og förum í æfinga-akstursferð niður í Skeifu þar sem Guddi ætlar að versla leik fyrir vin sinn og það á líka að kaupa Law and Order seríu, criminal intent númer tvö!
Wúhú!
Dagurinn í dag verður góður dagur :)

fimmtudagur, 10. september 2009

Early bird

Vaknaði í stresskasti hálfsex!
Bjó til heimasíðu á wiki fyrir Evrópuverkefnið.
Upphalaði mynd sem er alltof stór!
Verð að komast á myndvinnslunámskeið prontó!
Þyrfti helst í HR til að læra meira um vefsíðugerð og notkun vefsins og innri viði tölva!
Þar sem ég þekki sjálfa mig veit ég að ég á líklega eftir að ná þessu ansi vel á næstu tveimur árum og verða algjört netnörd!
Ítölskunámskeið og myndvinnsla sem sagt á dagskrá vetrarins!
Eins gott ég er hætt að reykja og nánast hætt að djama at all og hef nógan aukatíma!
It will be needed!
Greetings from the coordinater of "A taste of Europe" the project about food, culture and traditions in European Countries!

miðvikudagur, 9. september 2009

Vitfirring !

Nikótínlyf sem fólk notar til að hætta að reykja eru margfalt dýrari en sígaretturnar!!!
Tyggjópakkinn með 4 mgr. kostar rétt um fimmþúsundkall!
Nefúðinn kostar hátt á sjöttaþúsundið!
Lítill pakki af munnsogstöflum kostar 1000 kall pakkinn!

Ég tygg 2-5 tyggjó á dag.
Bifvélavirkinn sama.
Ég nota munnsogstöflu annanhvern dag sirka.
Bifvélavirkinn stútar nefúðanum á 3-4 dögum max ef hann er ægilega harður við sig!

Hér var hætt að reykja vegna kreppu og sparnaðar!

Je ræt!

þriðjudagur, 8. september 2009

Kaffilögun suma daga

gengur með ósköpum.
Hendurnar eru stundum svo stífar og fastar að ég missi allt úr höndunum.
Enda lagar matsveinaneminn oftast kaffi fyrir mig.
Ég er að verða að kryppildi!
Óþolandi!
URRRR

p.s. mig langar svo í sígó!
p.s.p.s. munnskolið sem ég kaupi hækkaði um 300 kr. milli skammta. Síðast kostaði það 1410 og núna 1710!!! Hvar endar þetta allt saman!

mánudagur, 7. september 2009

Spilahús!!!

Alla laugardaga í vetur frá kl. 14:00-18:30 verður opið hús hjá mér ti spilamennsku!
Þeir sem vilja spila mæta!
Taka með sér það sem þeir vilja drekka og borða (snakk, gos, nammi, köku, osta oþh.)
Flest spil til: Scrabble, Risk, Monopoly, Partý og co, Nýja Partý og co, Sequence, Hættuspilið, Trivial, Scotland Yard, Bændaspilið, Friends, Kreppuspiliið, Uno ofl. ofl. Mr and Mrs. væntanlegt í hús!!!

KOMA SVO!
Nördið!

Mig vantar áhugamál!!!

Ég hef viðbjóðslega mikinn tíma!
Þótt ég elski að lesa þá vil ég ekki leggjast í það eingöngu.
Reyklaus hefur maður uþb. 2.5 tíma aukalega í vöku til að gera eitthvað á hverjum degi!!!
Sjitttt!!!
Ég er á leið í ítölskunám og þarf að skipuleggja "a Taste of Europe" verkefnið, ferðir ofl. en það geri ég á virkum dögum, Held ég sé með vinnuvikuna alveg troðna af dagskrá.
En svo koma helgar!!!
OMG!
Ég held ég deyi ef ég á fleiri svona "nothing to do helgar"
Mig vantar sem sagt áhugamál til að sinna um helgar, má ekki kosta eiginlega neitt, þarf að taka helst nánast alla helgina, má ekki involvera áfengisneyslu, þarf að vera gaman og hægt að byrja strax!
Já og allra helst involvera annað fólk líka!
Any suggestions?

sunnudagur, 6. september 2009

FARIN!

Vaknaði með heljarinnar þörf fyrir að æða áfram fótgangandi um hverfið!
Svona "út við endimörk alheimsins" tilfinningu!
og gerði það!
í buxur (blindandi) og haldara (held hann snúi öfugt) og bol yfir.
Berfætt í Ecco sandölum með skítugt úfið hár og stírur í augum æddi ég áfram.
Endimörk alheimsins eru bak við Borgarholtsskóla!
Það tók 23 mínútur að fá þessa útrás og ég er sveitt og með táfýlu!

Nú er ég með kaffi og tyggjó og á líklega eftir að skríða upp í og sofna aftur.
Getur verið að kaffidrykkja valdi bjúg? Ég hef aldrei safnað bjúg hér heima en þeim mun meira erlendis í hitanum en nú eftir að ég hætti að reykja er ég bólgnari en sláturkeppur í bullandi suðu!

Pirrrrrrrrrrr og aftur Pirrrrrrrrrrr

Kvíði deginum því ég er sálarlega í lamasessi eins og fyrridaginn.
Sígarettan sem var minn besti vinur og fjölskyldumeðlimur sem alltaf var til staðar og aldrei sagði neitt vitlaust eða særði mig á einn eða annan hátt er FARIN!
I am grieving!!!!

laugardagur, 5. september 2009

Bros, tár og rauður kjóll

Skralli litli gisti í nótt
Við mættum eldsnemma á róló í morgun í rigningarúða og komum grútskítug og hálfblaut heim. Ég var trú sjálfri mér og skellti honum í rauðan, síðan, flauelskjól af doktornum sem hangir inni í skáp og þannig tók hann á móti foreldrum sínum með perluband um hárið!
Sló ekki í gegn hjá pabba gamla en Skralla sjálfum fannst hann heldur betur fínn og pósaði villt og galið fyrir myndatökur .....hahahhahahahhahahaha :)

Guddi fór svo með mömmu fataráðgjafa í mollið og kom heim með 3 buxur, belti og jakka! Þessi leiðangur tók bara 1.5 tíma sem er met tími miðað við árangur!!

Nemendur mínir eru með hljómsveit, Hardcore Monkeys, og tróðu upp í tilefni Grafarvogsdagsins. Við bifvélavirkinn fórum að hlusta og horfa.
Ég veit þeir eiga eftir að verða heimsfrægir! Þeir eru ótrúlega góðir þrátt fyrir ungan aldur og fáar æfingastundir! Þeir þurfa bara að spýta í lófana og vera duglegir að æfa til að sigra músíktilraunir 2010!! Ég er viss um að þeir geta það!!! Þetta eru einstaklega gæfulegir og töff unglingspiltar og ég fíla þá í strimla og ræmur!

Nú er það slökun og terta sem keypt var á kökumarkaði til styrktar handboltadeild stúlkna hjá Fjölni í dag. "GUBB"
I am sad tonight eftir samskipti mín við afleggjara í dag en það er örugglega bara vegna þess að ég er svefnlaus og þá verð ég alltaf eins og aumingi á sálinni.
Vonandi bjartari dagur og betri á morgun.

föstudagur, 4. september 2009

Hálfvitar og Fávitar ;)

Á miðvikudagskvöldið komu doktorarnir í mat.
Ég eldaði einhverja tyrkneska hálfmána sem var uppskrift af á er.is.
Þetta átti að vera auðvelt, fljótlegt og ódýrt. Já og voða gott!
Je ræt!
Ég gerði mína eigin útgáfu fyrr grimmitisdoktorinn og hún var mega góð!
Með linsubaunum og gulrótum!
Hin var svo sem ok en þetta var major mál og tók heljar tíma og samt er ég eldsnögg að vinna allt matartengt!
Ég breytti nafninu á þessum rétti, hér með heita þetta Tyrkneskir hálfvitar (original uppskriftin) og Tyrkneskir fávitar (grænmetisútgáfan).

Það var svooooo gaman að fá þær!!!
Við flissuðum og fífluðumst til hálf níu en þá urðu þær að mæta í afmæli til vinkonu rétt hjá!
Stína og ég eigum við sama fyrirlestra - dotta/umla/hrjóta/stynja vandamál að stríða!
Það er svo gott að vera ekki einn í heiminum með vandamál sín!!!!!!
Go Stína!
Og takk fyrir allt gúmmulaðið frá Hollandi el doktores! It was sooooo goooood!
Og þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér, ég er komin á lyfin aftur!!!
Feel so so so so much better!
;)

Frábær föstudagur kominn í gang :)

Vaknaði svolítið ringluð í hausnum í dag.
Vel sofin og nánast verkjalaus og liðug því eftir að ég hætti að þvermóðskast við að éta gigtartöflurnar mínar (fær alveg hroll við að sjá þetta á prenti, líður eins og ég sé þrjúhundrað ára gömul, hrukkótt skrugga) er ég bara helv. brött!
Ringlunin jókst við að sjá svolítið skrýtna feisbókarvinabeiðni.
Svo fékk ég símtal frá konu sem náði brosinu fram af fullum krafti!
Námskeiðið gekk eins vel og ég hélt. Þátttakendur eru víst rosalega ánægðir!
Rosalega finnst mér það frábært!
Ég er alveg brosandi út að eyrum og hlakka til að fá hópinn minn í dag og njóta þess að eyða með þeim 2 tímum við skemmtileg viðfangsefni og fara svo hress og kát eftir góða viku inn í helgina ;)

Reykleysið er orðið frekar létt en ég er smá hrædd við helgina!
Krossum fingur og sjáum til hvort ég er ekki að losna úr greipum hinnar helvísku sígarettu for good með geðheilsuna í góðu standi!