Ohh, var búin að gleyma Ikea!
Átti yndislegt kvöld í gær með vinum, sushi, Tom Yum súpu og himneskri súkkulaðitertu.
Sofnaði þrjú eftir Law and Order gláp með strípó.
Matsveinninn var í dyravörslu og skreið inn um sjö.
Ég er pikkföst og beygluð af gigt og ætla að skríða upp í sófa undir teppi og horfa á meira law and order!
Kem hingað til að slá um mig sælunni af gærkvöldinu og rólegheita degi framundan og þá!
IKEA!
úfffffffffffffff en það er opið til sjö og ég plata matsveininn bara í bíltúr með mér seinni partinn ;) Hleyp inn, target on, upp rúllustigannn, niður stigann, gegnum eldhúsdótið og inn mottumegin og þaðan í lampadeildina, til baka, gegnum kerti og skrautdót og beint að kassa með fenginn!
Ætti ekki að taka langan tíma og ekki að vera alltof þreytandi.
Málið er að fyrir mína vefjagigt eru ferðir í moll og verslanir eins og Ikea algjört eitur og heilsan gjörsamlega hrynur við stystu ferðir á þessa erfiðu staði!
Ég get unnið heilan vinnudag og orðið minna þreytt og minna verkjuð en eftir hálfrar klst. ferð í verslanir og moll!
Ætli Ikea sendi heim þrjá skerma?