Bros, tár og rauður kjóll
Skralli litli gisti í nótt
Við mættum eldsnemma á róló í morgun í rigningarúða og komum grútskítug og hálfblaut heim. Ég var trú sjálfri mér og skellti honum í rauðan, síðan, flauelskjól af doktornum sem hangir inni í skáp og þannig tók hann á móti foreldrum sínum með perluband um hárið!
Sló ekki í gegn hjá pabba gamla en Skralla sjálfum fannst hann heldur betur fínn og pósaði villt og galið fyrir myndatökur .....hahahhahahahhahahaha :)
Guddi fór svo með mömmu fataráðgjafa í mollið og kom heim með 3 buxur, belti og jakka! Þessi leiðangur tók bara 1.5 tíma sem er met tími miðað við árangur!!
Nemendur mínir eru með hljómsveit, Hardcore Monkeys, og tróðu upp í tilefni Grafarvogsdagsins. Við bifvélavirkinn fórum að hlusta og horfa.
Ég veit þeir eiga eftir að verða heimsfrægir! Þeir eru ótrúlega góðir þrátt fyrir ungan aldur og fáar æfingastundir! Þeir þurfa bara að spýta í lófana og vera duglegir að æfa til að sigra músíktilraunir 2010!! Ég er viss um að þeir geta það!!! Þetta eru einstaklega gæfulegir og töff unglingspiltar og ég fíla þá í strimla og ræmur!
Nú er það slökun og terta sem keypt var á kökumarkaði til styrktar handboltadeild stúlkna hjá Fjölni í dag. "GUBB"
I am sad tonight eftir samskipti mín við afleggjara í dag en það er örugglega bara vegna þess að ég er svefnlaus og þá verð ég alltaf eins og aumingi á sálinni.
Vonandi bjartari dagur og betri á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli