Frábær föstudagur kominn í gang :)
Vaknaði svolítið ringluð í hausnum í dag.
Vel sofin og nánast verkjalaus og liðug því eftir að ég hætti að þvermóðskast við að éta gigtartöflurnar mínar (fær alveg hroll við að sjá þetta á prenti, líður eins og ég sé þrjúhundrað ára gömul, hrukkótt skrugga) er ég bara helv. brött!
Ringlunin jókst við að sjá svolítið skrýtna feisbókarvinabeiðni.
Svo fékk ég símtal frá konu sem náði brosinu fram af fullum krafti!
Námskeiðið gekk eins vel og ég hélt. Þátttakendur eru víst rosalega ánægðir!
Rosalega finnst mér það frábært!
Ég er alveg brosandi út að eyrum og hlakka til að fá hópinn minn í dag og njóta þess að eyða með þeim 2 tímum við skemmtileg viðfangsefni og fara svo hress og kát eftir góða viku inn í helgina ;)
Reykleysið er orðið frekar létt en ég er smá hrædd við helgina!
Krossum fingur og sjáum til hvort ég er ekki að losna úr greipum hinnar helvísku sígarettu for good með geðheilsuna í góðu standi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli