Aldrei að gera í dag það sem þú getur gert á morgun!
Ég þarf að fara að skoða og velja eldavélar á morgun.
Fer í Ikea í leiðinni.
Sinni nokkrum öðrum verkefnum samhliða.
Ég er sveitakona og fer ekki út úr hverfinu mínu nema brýna nauðsyn beri til og er þá búin að safna verkefnum.
Ikeaferðin sem varð að gerast í dag gat færst til morguns og ég er alsæl á leið í heitt bað, svo ökutíma með Gudda mínum, kitchen Nightmares og the bachelorett og svo borðum við súpu og samlokur um tíu!
Það er svo undarlegur tími á öllu hérna vegna skólavistar bifvélavirkjans verðandi matreiðslumannsins ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli