fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Annað fólk!

gerir mig glaða!
Eins og þessi elska sem kennir með mér.
Hún var búin að setja kaffi á vélina og vatnið í "haddna" dótið sem vatnið er sett í þegar maður lagar kaffi og líma gulan miða á "bara ýta á takkann"!!!

Ég ýtti og fékk ilmandi, sterkt og gott kaffi og tár í augun yfir gæskunni!


Það var ekki fyrr en töluvert seinna um daginn sem ég varð pirruð og ofbeldishneygðin rauk upp úr öllu valdi (sjá fyrri færslu)!

Engin ummæli: