fimmtudagur, 27. ágúst 2009

SUMT FÓLK!

Sumt fólk gerir mig brjálaða!
Fólk sem er svo upptekið af því að hafa einhvern tíma gert eitthvað sem því fannst ekki sérlega erfitt og piffar og puffar yfir þeim sem finnst eitthvað mál að gera það sama!

Fólkinu (sérstaklega helvítis kéllingartuðrum) sem hlussa út úr sér með yfirlætistón "hva! þetta er nú ekkert mál"

Lenti í svona helvítis kellingarpakki í dag sem fluðraði út úr sér, af eindæma kirtlakreistandi besserwissera, ég er best og veit allt og get allt best - betur - og langmest hroka og drullumallstón !"það er ekkert mál að hætta að reykja"!!!

(ég gubba næstum við að rifja upp tóninn og svipinn)

Ég hef gert margt og lent í mörgu um æfina sem mér fannst ekkert ægilegt mál sem öðru fólki hefði jafnvel þótt óyfirstíganlegt eða ógerlegt.

Ég er ekki sú manneskja sem geri ráð fyrir því að þótt ég hafi auðveldlega getað dílað við eitthvað erfitt eða framkvæmt einhver stórvirki að þá eigi sama við um alla.

Við erum jú öll fólk og allt fólk er mannlegt og engum líður eins.

Ég myndi aldrei óvirða aðra manneskju með því að TROÐA minni upplifun á einhverju upp á hana eða hann sem einu réttu eða mögulegu upplifuninni.

Eða sýna viðkomandi aðila þá óvirðingu að hrauna yfir hann/hana þegar viðkomandi tjáir sig um eitthvað sem því/þeim/henni/honum finnst erfitt, með tilsvarinu (og með attitjúdi takk) "hvað, þetta er ekkert mál"!

URRRRRR BARASTA!

Drullist til að halda því fyrir ykkur hversu auðvelt ykkur fannst að hætta að reykja!

Mér finnst til dæmis skítlétt að skipuleggja og elda veislu ofan í 200 manns en það er ekki þar með sagt að mér finnist að það ætti öllum að finnast það skítlétt!

Mér finnst sumt fólk ekki fallegt að innan!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er pottþétt að hlutir reynast fólki miserfiðir. Mér finnst samt ekki fara þér að vera svona pirripú ;)
En þú veist það er ekkert mál að hætta að reykja það sem er erfitt við þetta er að byrja ekki aftur :D

Kv Fjóla letilufsa

Heimilisfræðinördinn sagði...

Lufsan mín!
Lítið þekkir þú mig!
Það fer mér einmitt ótrúlega vel að vera meinfýsin og pirruð!
:)

Heimilisfræðinördinn sagði...

Finnst mér ;)

Nafnlaus sagði...

Ég innilega sammála þér. Þótt að mér finnist frekar auðvelt að hitta golfkúlu með drivernum mínum er ekki þar með sagt að öðrum finnist það.