klukkan er sex
og ég er að borða agnarlítinn morgunverð.
Dagurinn er búinn að vera svo svakalega strekktur að það hefur enginn alvöru tími verið fyrr.
Hefði getað étið eitthvað í morgun en var of geðvond af reykleysi.
Í dag kenndi ég fullorðnu fólki að elda í fyrsta skipti (ég að kenna, ekki þau að elda) og það var alveg ógisslega skemmtilegt!
Massa karakterar í safninu og það heppnaðist allt frábærlega nema 2 brauð urðu aðeins of sölt!
Það verður áhugavert að sjá hvernig mæting og viðmót verður næstu 7 vikurnar hjá "óskabörnunum" mínum en þetta námskeið er í 8 vikur ;)
Ætli mar verði mjór af að éta ekkert?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli