fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Gulur 29 29!

Við grilluðum og spiluðum við frumburðinn, frúna hans og ömmustrák á laugardagskvöldið!
Ömmustrákur tók virkan þátt í hættuspilinu.
Hann kastaði teningunum fyrir foreldra sína og hrópaði é e gulurrr é e gulurr 29 29 hástöfum.
Hann var mjög leiður þegar hann var settur í háttinn í miðri spilamennsku.
Kom fram um morguninn galvaskur og tilkynnti "ég spila, ég spila" og var mjög svekktur þegar hann sá að spilafélagarnir voru horfnir á braut.
Hann var svo með afmælispartí í gær.
Sviðaveisla með meiru eins og siður er orðinn í öllum hans veislum!
Almennilegt!

Engin ummæli: