föstudagur, 31. júlí 2009

Það er sól!

Það er föstudagur!
Það er sól!
Bifvélavirkinn er búinn að vinna klukkan fjögur!
Það verður grillað í góða veðrinu í kvöld! Svínahnakkinn er að marinerast í Mama Sita´s barbecuesósu!
Ég er í fríi!
Ég er með geggjaðar bækur til að lesa! Náði í 12 stykki á skiptimarkaðnum í gær og er bara búin með eina!
Ég er í brjálæðislega góðu skapi og ætla að njóta dagsins í ræmur!
Farin út!
Lifið heil með bros á vör!

1 ummæli:

Auður sagði...

Heyrðu, gefðu mér endilega öpdeit á hvaða bækur eru góðar (ÁN ÞESS að kjafta frá söguþræðinum!) og hverjar ekki tímans virði... Ég á reyndar eftir að lesa nokkrar af þeim sem ég er með heima :) En einhvern tímann skal ég klára þær og þá er gott að hafa slíka vitneskju bak við eyrað! Góða skemmtun við lesturinn *öfund*