Letikast!
Ég er í algjöru letikasti!
Alskýjað svo ég hangi inni, þvælist um á netinu, les, blaðra í símann og er bara rosalega dugleg við að gera ekki neitt!
Enda kannski bara gott að það er ekki sól og sund á dagskránni í dag því ég er ansi vel grilluð eftir gærdaginn!
Varð arfahneyksluð í gær þegar framhaldsskólakennarinn lýsti því yfir á fjórða klukkutímanum í Álftaneslaug að hún væri búin að fá nóg og farin upp úr!
ÉG var sko ekki tilbúin að yfirgefa sundlaugina og sólina þótt ég væri eldrauð og bökuð eins og örlítið ofbakað brauð í ofni!
Læknaneminn minn er að koma í mat í kvöld og við ætlum að kúra okkur í sófanum og horfa á "The Notebook". Hlakka mikið til að fá sætu og kláru stelpuna mína til mín og gefa henni grimmiti að eta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli