Ruslatunnur og rómans ;)
Doktorinn var hjá mér í gærkvöldi og við horfðum á "The Notebook".
Hefur lengi verið á plani að horfa á hana saman en okkur tókst ekki að finna tíma fyrr.
Yndisleg mynd og við snöktum báðar örlítið.
Bifvélavirkinn er búinn að lofa að segja mér sögur af okkur ef ég gleymi öllu í ellinni.
Sagan byrjar á ruslatunnunum hérna úti!
Svo að ef sagan virkar ekki þá mun ég líklega halda að hann sé ruslakall hverfisins!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli