sunnudagur, 19. júlí 2009

Unglingar eru líka krútt!

Framhaldsskólakennarinn, vegagerðarmaðurinn og 2 yngstu afkvæmi þeirra voru hjá okkur í gær.


Við elduðum saman kebab bollur á teini borin fram í pítubrauðum með jógúrtsósu, chilisósu og grænmeti.


Við borðuðum úti í garði því veðrið var svo gott. Reyndar var farið að kólna töluvert þegar við borðuðum svo framhaldsskólakennarinn fékk magnaða gæsahúð og leit út eins og krókódíll í lok máltíðar.


Orðsnillingurinn og gullstelpan eru einhver þau yndislegustu börn sem ég þekki.
Ég og mínir hafa eytt áramótunum með þessum vinum mínum síðustu 10 árin eða svo.

Síðustu áramótum eyddu þau reyndar í Bandaríkjunum á heimaslóðum framhaldsskólakennarans.

Undir borðum spurði Orðsnillingurinn hvort það væri ekki öruggt að við myndum halda áfram með áramótasiðinn núna og bætti svo við alveg innilega skelfdur "erum við nokkuð búin að eyðileggja áramótin með þessu"???
Þetta er að eiga alvöru fjölskyldu!

Ég elska þessa fjölskyldu, einstakt hjartalag þeirra, bjartsýni, hlýjuna og ómælda jákvæðnina sem fylgir þeim alltaf!

Og mun alltaf gera því þau eru jú fjölskyldan mín!

1 ummæli:

Auður sagði...

Jeminn hvað Karen er orðin fullorðin... Þetta er svo mikil fjölskyldumynd af ykkur! :)