laugardagur, 18. júlí 2009

Homeblest!

Við bifvélavirkinn vorum að rabba saman snemma í morgun.

"vei, það er sól í dag líka" sagði ég ánægð með tilveruna og benti út um gluggann þar sem sólin skein af ákafa!

"sko, þú ert orðin svakaleg" sagði hann og horfði einkennilega á mig. " Í gær varstu nánast jöfn allstaðar en núna ertu eiginlega eins og *hik* HOMEBLEST"!!!

Ég sprakk úr hlátri!

Það er samt nokkuð til í þessu, undir handleggjunum er ég nánast hvít en ofan á eru þeir dökkrauðbrúnir!

Ég er núna að reyna að finna út hvernig ég get synt, hjólað og legið í sólbaði með handleggina öfuga svo ég geti orðið eins og sagt er um homeblest "best báðum megin"!

Engin ummæli: