Einn sólardagur á viku er skammturinn sunnanlands í sumar!
Ég fylgist mjög vel með www.vedur.is þessa dagana.
Í gær átti að byrja að sjást til sólar á þriðjudaginn og sólin átti svo að stigmagnast fram eftir viku og veðrið að halda áfram í sama dúr fram yfir helgina. Hitinn á landinu átti að vera mestur hérna sunnanlands og ég hlakkaði þvílík ósköp til!
En í dag hefur þetta breyst. Það á að sjást til sólar stundarkorn á morgun og svo á að rigna fram að helgi og jafnvel lengur!
Hverslags eiginlega rugl er þetta!
Ég fór í smá aðgerð upp á Akranes. Á spítala sem er mannlegur starfsandi á og frábærlega komið fram við sjúklinga. Það var svo hringt í mig daginn eftir til að fylgjast með því að ég væri nú ekkert að vera með nein læti.
Ég má ekki fara í sund og ekki rope yoga svo göngutúrar, léttir hjólatúrar og sólböð eru það eina sem ég má stunda af viti og ég ætlaði þvílíkt að nota mér þessa spáðu sólardaga til að baka mig í nýja sólbekknum mínum!
Sólbaðsdagar hafa verið fjórir alls síðan ég byrjaði í sumarfríinu! FJÓRIR!!! og ég hef sko verið í fríi síðan 13. júní!!! Það gerir rétt rúmlega einn sólardagur á viku!
Argasta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli