Lærislaus sunnudagur og gífurleg ást!
Það er sunnudagur og ég tók klst í rope yoga bekknum í morgun. Hjólaði svo í sund og úfff, það er mun erfiðara að hjóla en að labba.
Ég synti 800 metra og hjólaði svo heim.
Eldrauð í framan og svitinn lak niður andlitið!
"hvað, það er ekkert mál að hjóla" hvein í Gudda. Sæi hann í anda hjóla þessa vegalengd með stórt hlass á vagni á eftir hjólinu og segja svo "ekkert mál að hjóla"¨.
Ást mín á Gudda er að fara með mig. Ég er að deyja úr löngun í læri!
Elska létteldað lambalæri beint úr ofninum sem safinn spýtist úr!
EN nei, GUddi minn elskar Lasagnað mitt jafn mikið og ég elska lærið svo ég bjó til 2faldan skammt af lasagna (báða risastóra) og frysti annað.
Það er sem sagt lærislaus sunnudagur með lasagna og hvítlauksbrauði!
Og ég er að drekkja sorgum mínum yfir lærisskortinum með bjór!
5. bjórnum á þessu ári (var að klára þann fjórða)!
Bjór er góður en læri ekki síðra!
Lifið heil og eldið LÆRI við fyrsta tækifæri!
Jömm!
Skál!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli