Sól og haglél!
Jájá!
vaknaði við sólina á glugganum og flýtti mér á fætur.
Ætlaði út í sólbað!
Þá kom rigning og svo haglél!
Sólbaðið bíður betri tíma!
Framhaldsskólakennarinn og vegagerðarmaðurinn komu í sushi og skyrtertu í gærkvöldi og við spiluðum kana fram eftir nóttu.
Ég fékk rosalega góð spil hvað eftir annað en féll trekk í trekk vegna algjörs getuleysis bifvélavirkjans og vegagerðarmannsins.
Framhaldsskólakennarinn vann vegna frammistöðuskorts karlpeningsins og ég endaði réttu megin við mínusinn en bara rétt svo ;)
Hefni harma minna næst!
Frábært kvöld og ég ætla að eiga frábæran dag þrátt fyrir regn og haglél!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli