Heimilisfræðinördinn á tíu ára starfsafmæli!
Í gær var síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí.
Ég hef nú starfað í 10 ár við skólann minn og fékk afhentan RISAstóran blómvönd með ræðuhöldum og tilheyrandi.
Ég byrjaði að kenna heimilisfræði fyrir algjöra tilviljun. Hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og kennarastarfið hafði líka alltaf heillað mig.
Ég átti eftir rúman mánuð af uppsagnarfresti mínum sem deildarstjóri hjá Félagsþjónustunni og sá auglýst eftir heimilisfræðikennara í Rimaskóla.
"þetta er örugglega rosa skemmtilegt" hugsaði ég með mér og hringdi.
Þeir réðu mig óséða í gegnum síma og ég hef verið þarna síðan.
OG! það hefur verið eins skemmtilegt og ég hélt í upphafi. Nemendur í heimilisfræði í skólanum MÍNUM eru nefnilega alveg ótrúlegir snillingar, hver á sinn hátt.
Ég byrjaði sem leiðbeinandi en í dag er ég með full kennararéttindi og síðasta vetur var ég með SEX kennaranema sem allir eru að læra að verða heimilisfræðinördar ;)
Mér finnst það ætti að gera svona "hall of fame" flís í gólfið á heimilisfræðistofunni þegar ég verð borin þaðan út á börum á hundraðasta árinu!
"hér kenndi heimilisfræðinördinn fram á síðasta dag"
Það má líka hengja upp mynd af mér úfinni í slettóttum fötum með trésleif í hendi því andi minn verður í þessari kennslustofu eins lengi og hún stendur!
úúúúúúúíííííííí og sleifarnar hristast í næstefstu skúffunni til hægri!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli