Klæjar í nefið!
í síðustu viku fékk ég svaðalegt kvef. Í einn sólarhring og svo var það farið.
En nefið, ó nefið mitt!
Það er flagnað, bólgið og aumt eftir látlausar snýtingar og nú klæjar mig svo í nefið að ef mark er takandi á þeirri kellingabók að kláði í nefi þýði að maður eigi eftir að reiðast illa þá verð ég ofboðslega mikið reið í dag!
Veit bara ekki við hvern ég ætti að verða svona reið því þrátt fyrir bólgið nef er ég í mega góðu skapi, sólin skín og ég borðaði óviðjafnanlega góða skyrtertu í morgunmat með Gudda mínum ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli