Hann á afmæli í dag....
Hann Guddi minn er sautján ára í dag!
Hann fékk uppáhaldsmorgunmatinn sinn áður en hann fór í vinnuna. Amrískar pönnsur, eggjahræru, beikon, bakaðar baunir og ferskan appelsínusafa.
Í kvöld koma svo systkini hans og mágkonur í kaffi ásamt guðsyninum sem er krúnurakaður töffari ;)
Mér tókst í fyrsta skipti síðan í Bárðardal að baka hina fullkomnu marengstertu!!! Kornfleksmarengsinn með súkkulaðikreminu sem Guddi elskar meira en allt annað. Heila skúffu útgáfu, tvöfalda!
Svo er uppáhaldssmurbrauðsterta fjölskyldumeðlima, plain með baunasalati, gúrku, tómötum og eggjum!
Æðislegur dagur og það rignir og rignir.... þoka, súld og kuldi!
En ég hefi fregnað af því að hitabylgja sé væntanleg í Júlí.
Ætla samt ekki að fjárfesta í sólarvörn 20 fyrr en hún er skollin á!
Til hamingju með daginn elsku fallegi drengurinn minn. Það er leitun að jafn yndislegri manneskju og þér :)
Sól í sinni þótt rigni úti ;)
1 ummæli:
Þetta voru geðveikar kökur ;) Takk fyrir okkur!
Skrifa ummæli