miðvikudagur, 24. júní 2009

Sólarkreppa

Ég veit vel að það er kreppa.

En sólin er farin að taka óþarflega mikinn þátt í henni.

Hlutfall sólardaga hefur lækkað í svipuðu hlutfalli og kaupmáttur heimilanna og það einmitt sumarið sem vér Íslendingar höfum hvað mesta þörf fyrir sólina til að létta okkur lund.

Lúxus sumarfrísins hjá mér eru hjólreiðatúrar, gönguferðir og frítt í sund sem starfsmaður Reykjavíkurborgar. Það er bara svo kalt að gigtin drepur mig ef ég fer út þessa dagana og nýji sólarstóllinn minn sem er stærsta fjárfesting sumarsins liggur ískaldur og ónotaður úti á lóð.

Ég fer með vettlinga og húfu á hjólið!

4 ískaldir dagar í röð og það eru mestar líkur á að amk. næstu 4 verði jafn kaldir.

Möguleiki á smá glætu á morgun og það gæti glitt í sólina augnablik í dag. En það er bara möguleiki, engin vissa!

Max 13 stiga hiti alla daga en það eru sko 19 stig að lágmarki á Akureyrir dag eftir dag!

Ég enda með því að fara á puttanum norður til ömmu þegar Guddi minn fer til Þýskalands!

Það er of dýrt að keyra norður á þessum síðustu og verstu!

Það er líka eiginlega of dýrt að þrífa! Brúsinn af Cilit Bang kostar yfir þúsund kall !

Hreingerningar eru mér dýrt hobbí í sólarleysinu!

Sól óskast snarlega!


p.s. ég kíkti á veður.is just about now og þessi mögulegi sólardagur á morgun, fimmtudag 25. júní, 17 ára afmælisdag Gudda míns ER NÚNA ORÐINN ALSKÝJAÐUR RIGNINGARDAGUR!
Had to be to good to be true!

Fargan!

Engin ummæli: