sunnudagur, 30. ágúst 2009

21 dagur af skelfingum að baki

hversu margir eru framundan?
Ég var við það að tapa glórunni í gær.
Eirði ekki við neitt.
Endaði í brjáluðum hjólatúr, kom heim kófsveitt og másandi og þreif allt sem fyrir mér varð þangað til ég varð svo þreytt að ég valt út af.

Í dag tókst mér að eyða nánast hverri waking moment í að vinna. Búa til fullkomnar áætlanir, uppskriftir, plön, matseðla, námsbækur, nýtt efni ofl. í tölvunni meðan sólin skein úti.

Þorði ekki að stoppa því þá tók vanlíðanin yfir um leið.

Nú er klukkan korter í níu og á morgun er vinnudagur!!!!!!!!!!! JESSSSSSSS ég get fljótlega sofnað!

Guði sé lof fyrir að þessi helgi er næstum búin.

Ég er uppfull af reiði, hatri og sársauka.
það rífur upp gamla vonda hluti í sálinni að takast á við þetta.

Mig langar ekki að hætta að reykja en ég verð að gera það.
Næst kýs ég hvern þann flokk sem lofar að lækka verð á tóbaki!!!

Engin ummæli: