MÓTÓHÓL!
Ótrúlega krúttið, ömmustrákurinn minn gisti í nótt.
Hann fékk smápakka með Legó löggumótorhjóli þegar hann kom.
Mikil gleði!
Við fórum inn að lesa Latabæ um ellefu og hann sofnaði á núll komma fimm. Á mínum kodda. Fannst pardusmunstrið flottara en myndin á sínum kodda sem hann var með með sér.
Svaf eins og engill, opnaði svo augun klukkan átta, leit á bifvélavirkjann og tilkynnti "Lita" Hefur greinilega verið að dreyma.
Vaknaði betur, sneri sér að mér, brosti og sagði "MÓTÓHÓL!"
Við erum svo búin að mótóhólast, fótboltast, körfuboltast og spila og syngja á hljóðfærasafnið í körfunni.
Það er með eindæmum hvað þessi drengur er glaðlyndur og þægilegur alltaf hreint.
Pabbi hans var svona líka.
Bifvélavirkinn segir að hann hrjóti eins og amma sín!
Furðulega há hljóð sem komu úr þessum litla búk þar sem hann lá steinsofandi í miðjunni.
;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli