laugardagur, 15. ágúst 2009

Á að vera að....

að klára grein fyrir Húsfreyjuna.
EN heilinn er upptekin við að ÞRÁ langan hvítan staut með glóð á endanum.
Engin einbeiting, ekkert hugarflug annað en að sjá fyrir mér þennan hvíta staut milli fingra minna, glóðina lifna og reykinn leggjast í kringum mig.
Ég sé fyrir mér RISA sígarettur á stærð við meðalsendibíl!
Ég sem elska að lesa og týna mér í sjónvarpsglápi hef eirð í hvorugt.
En mér líkar ágætlega að þrífa, þvo skápa, loft, veggi, glugga, gólf og bara eiginlega allt sem fyrir mér verður.
Það er ekki mikið eftir óþrifið á heimilinu og ég sé orðið fram á að þurfa að færa út kvíarnar inn á annarra heimili ef þetta ástand fer ekki að skána.

Ég held að besta forvörn allra tíma í baráttu gegn reykingum gæti falist í að búa til stutta, mjög skarpa og vel klippta heimildamynd um nokkra einstaklinga á misjöfnum aldri í því ferli að hætta að reykja.
The pain, pirringurinn, sorgin, söknuðurinn og örvæntingin.
Svo texti "**** byrjaði að reykja í fikti *** ára" Vilt þú lenda í þessu?"
Ekki BYRJA og ef þú ert nýbyrjuð (aður) hættu þá strax!!

Engin ummæli: