föstudagur, 4. september 2009

Hálfvitar og Fávitar ;)

Á miðvikudagskvöldið komu doktorarnir í mat.
Ég eldaði einhverja tyrkneska hálfmána sem var uppskrift af á er.is.
Þetta átti að vera auðvelt, fljótlegt og ódýrt. Já og voða gott!
Je ræt!
Ég gerði mína eigin útgáfu fyrr grimmitisdoktorinn og hún var mega góð!
Með linsubaunum og gulrótum!
Hin var svo sem ok en þetta var major mál og tók heljar tíma og samt er ég eldsnögg að vinna allt matartengt!
Ég breytti nafninu á þessum rétti, hér með heita þetta Tyrkneskir hálfvitar (original uppskriftin) og Tyrkneskir fávitar (grænmetisútgáfan).

Það var svooooo gaman að fá þær!!!
Við flissuðum og fífluðumst til hálf níu en þá urðu þær að mæta í afmæli til vinkonu rétt hjá!
Stína og ég eigum við sama fyrirlestra - dotta/umla/hrjóta/stynja vandamál að stríða!
Það er svo gott að vera ekki einn í heiminum með vandamál sín!!!!!!
Go Stína!
Og takk fyrir allt gúmmulaðið frá Hollandi el doktores! It was sooooo goooood!
Og þið getið hætt að hafa áhyggjur af mér, ég er komin á lyfin aftur!!!
Feel so so so so much better!
;)

1 ummæli: