fimmtudagur, 19. nóvember 2009

EEEERIDDA MUUUUUUUUUU???

Sko!
EFtir að við komum úr vínkynningunni (lesist grappa/rauðvínsdýrindinu og klámsögunum af Fransa kóngi) fórum við beint á steikhús (sem fjöllyndi hótelstjórinn mælti með)!
Þar er svona kjötborð eins og í heldri verslunum á landinu kalda.
Svo velur maður hvað maður vill éta, hversu mikið steikt það á að vera og svo er það grillað ofan í mann.
"É MUUUUUUU"? spurði ég (lesist lék ég fyrir) afgreiðslumanninn!
Stefanía dó úr hlátri og sagðist þakklát fyrir að ég var ekki að reyna að fá svínið!
Jújú, þetta var "muuu" svo við hófum að panta. Þetta var skítódýr staður og allskonar pinnar og rúllur og kjötdæmi og pylsur (heimatilbúnar) í borðinu.
Vér íslendingar vorum svöng og nett í kippnum svo við pöntuðum borðið! ALlt nema einhver svínarif og kálfabein sem okkur fannst ekki sérlega spennandi.
Jú, salat fyrir 2 líka og 2 skammta af frönskum og Jói pantaði EINA GRANDE KÓK!!!
Kókið grande reyndist vera tveggja lítra kókflaska!!!!!!
Frönskurnar komu á stærðarinnar fati fyrir 6 manna fjölskyldu og salatið hefði dugað heila helgi á McDonalds á Íslandi, helgina sem staðurinn lokaði og mest seldist!!!!
Þarna sátum við!
Svöngu skinnin rétt við skál með franskar, gras og gos fyrir heilan ættbálk og kjöt, pylsur, pinnar, vefjur og rúllur byrja að berast á borðið.
Stúlkan færði sumt niður á stól. Borðið var ekki nógu stórt.
Þegar við héldum þetta gæti ekki versnað og vorum byrjuð að reyna að troða í okkur dýrindinu kemur enn eitt fatið!
NEI; við pöntuðum þetta sko ekki! Hlussufat af kjötbollum!!!
ÞETTA VAR Í BOÐI HÚSSINS! SENT MEÐ BROS Á VÖR FRÁ GRILLMEISTURUNUM!

Það þarf ekki að taka það fram, við sprungum!
Ég var td. svo södd að mér var illt í handleggjunum, sérstaklega þeim hægri!

EN, við fórum hinsvegar aftur og vorum voða pen þá og pöntuðum bara eina steik á mann!
"Hæ" sagði þjónustustúlkan þegar við örkuðum inn og brosti innilega. Ætlaði ekki að trúa því að við ætluðum bara að fá steikina og EINN skammt af frönskum. "Viljið þið ekki kjötbollur"

Þrátt fyrir að við neituðum og strykjum magann mætti kjötbollufatið á borðið og hún brosti afsakandi!
SKO í boði hússins!!!

Arrividerci!
Hollendingarnir mættu svo og þótt mikið af því sem fram hefur farið síðan þau mættu á svæðið sé ekki prenthæft þá mun ég reyna að koma einhverju hér að!

Ciao!
Nördinn sem nú er ítölsk sjónvarpsstjarna í orðsins fyllstu!!!

2 ummæli:

Auður sagði...

Hahaha, greyið þjónustustúlkan! En vertu bara fegin að það var hægri handleggurinn, hitt væri verra :)

Nafnlaus sagði...

Sama hvað ég rifja þessa ferðasögu oft upp, alltaf skal ég fá illt í magann af hlátri;-)
Þúsund þakkir fyrir yndislega daga ástin mín!
Luv Stefanía