þriðjudagur, 6. maí 2008

Hvað verður um dagana eiginlega?

Ég sver að í gær var mars!
Það er einhver sem rænir dögum og heilu vikunum!
Það góða við þetta er samt að þá verður alltaf styttra og styttra þangað til sumarfríið byrjar!
12. júní byrja ég í 2ja mánaða löngu sumarfríi og ég er ekki búin að plana NEITT!
Það er samt ekki mjög líklegt að ég geri ekkert í sumar, ég á eftir að troða mér í einhverja vitleysuna.
Til dæmis núna, í tímaskortinum og brjálæðinu datt mér í hug að skrá mig á þriggja vikna ljósmyndanámskeið! Rétt eins og ég hafi endalausan tíma til að drepa.
Er líka á leið til London með hóp og að fara að skrifa og elda fyrir grillþátt fyrir Húsfreyjuna og þarf því að finna mér tíma til að kaupa mér nýtt grill. Hitt fauk til fjandans í óveðri vetrarins ásamt skjólveggjum, útihúsgögnum og öllu sem Kára tókst að slíta af húsinu!

Got to run!
Lifið og lifið og lifið ....... Á SPRETTI! ;)

Engin ummæli: