það verður FJÖR!
Uppáhalds frænkan mín hún Halla babe er í heimsókn á landinu frá Toronto þar sem hún býr ásamt sonum sínum þremur. Þau verða hér fram á sunnudag.
Í gærkvöldi fórum við ásamt einni annarri á Hornið og það var ótrúlega gaman. Rifja upp gamlar minningar (mörg prakkarastrik) og finna hvað við erum alltaf einstaklega nánar um leið og við hittumst.
Í fjölskyldunni minni er nefnilega fullt af góðu fólki en fáir sem ég næ að smella svona við eins og hana Höllu.
Við erum búnar að plana humarát, hvítvín og ýmislegt sprell á laugardagskvöldið og ég hlakka mikið mikið til! Vitandi hversu miklir grallaraspóar við erum báðar efast ég ekki um að það verður kvöld sem verður lengi munað.
Strípalingurinn ætlar að vera guide um næturlífið því það er varla hægt að segja að ég rati um miðbæinn lengur, hvað þá viti hvaða staðir eru skemmtilegir.
Svo varúð á laugardaginn, Nördinn og frænkubeibíið undir leiðsögn Strípó munu mála bæinn rauðann!
Eða, mætið á svæðið og sjáið fjörið óbeislað ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli