föstudagur, 9. maí 2008

Víkingar og samræmdu prófs lok :)

Stærðfræði prófið var síðasta prófið af 6 samræmdum og var í gær.
Guddi litli var nokkuð sáttur, það voru nokkur almenn dæmi sem hann skildi lítið í en afgangurinn var víst ekki svo flókinn. Nú er bara að bíða og sjá hvernig pilti tókst til. Hann tók ensku prófið í fyrra og tók svo öll hin núna nema samfélagsfræðina.
Strax eftir prófið var brunað af staða með krakkana í óvissuferð.
Rútan mætti svo með hópinn klukkan sex á Argentínu þar sem þau nutu frábærs kvöldverðar að hætti yfirmatreiðslumeistarans en þá hafði þeim verið skipti í 7 víkingalið með mislitum buffum.
Eftir Argentínu var farið í Heiðmörk.
Þar var hlaupið, sungið, dansað, hlegið, smíðað, egg borin um í skeiðum, kraftarnir reyndir og að lokum keppt í ógeðsdrykkju.
Guddi heldur því fram að ég hafi ætlað að drepa einhvern með ógeðsdrykknum sem ég blandaði en hann var svo hræðilegur að bara tveir keppendur komu honum niður en hinir tveir köstuðu upp.
Guddi sagðist örugglega muna æla í rútunni en hann var fyrst að svæla óþverranum í sig.
Ekki dugði það hóp hans, Terroristunum, til sigurs því bleikur sykur hirti þann titil frekar auðveldlega.
Eitt af því sem víkingahóparnir áttu að gera var að semja á 15 mínútum lag með bakgrunnshljóðum um liðið sitt. Þessir krakkar úr Borgaskóla eru ekkert smá frjó og lifandi. Liðin fjögur gjörsamlega brilleruðu og kom hvert tónlistaratriðið af öðru betur út.
Það er ekkert smá skemmtilegt að fá að vera með svona skemmtilegum krökkum!
Nú eru þau í river rafting í rigningu og seint í kvöld koma þau svo heim eftir paint ball leik, líklega með töluvert af blautum fötum í farteskinu.
En öll sæl og glöð því þetta eru bara þannig börn ;)

Engin ummæli: