mánudagur, 19. maí 2008

London ;)

Ég er að fara til London eftir örfáa tíma. Ragna rúsína ætlar að keyra mig út á völl þar sem ég hitti þrjá nemendur úr 10. bekk í Hvaleyrarskóla sem sigruðu kokkakeppni Grunnskóla Íslands í apríl og kennara þeirra.
Seinni partinn í dag borðum við ostrur í Harrods *jömmí* og á morgun verður borðað á Fifteen, veitingastað Jamie Oliver.
Þegar ég ætlaði að pakka niður, alveg á síðasta snúningi, kom í ljós að engar ferðatöskur finnast á heimilinu.
Handfarangurstaskan reddar þessu og ég kaupi svo bara tösku úti ;)
Lifði heil og njótið lífsins, það þýðir ekkert að sitja og gráta horfin tækifæri á elliheimilinu!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

komstu aldrei heim frá London eða????

knús, prentó