Sumarið er KOMIÐ!
Ég sver það. Allt að verða fallega grænt og ég orðin fallega rauð ;)
Í gær var nefnilega Costa Del Yrsufell dagur.
Það var eins og það væri komið hásumar og deja vu tilfinningin var ótrúleg. Við sátum úti á palli og grilluðum okkur og feitar býflugur suðuðu í kring.
Prentarinn myndaði býflugur, við lágum eins og klessur, strípalingurinn og kanarískvísan, prentsmiðjan og ég.
Mikið verður geggjað þegar stóri pallurinn verður kominn upp og potturinn í gang.
Þá flytjum við Strípó lögheimilið okkar í Costa Del Yrsufell og tökum bikiníið með ásamt 10 kg lime, hrásykur og sódavatn.
;)
Gleðilegt sumar gott fólk ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli