fimmtudagur, 16. desember 2010

Álfadagar

Við erum í álfaleik í vinnunni minni.
Ég á alveg magnaðan álf sem hefur staðið sig alveg frábærlega.
Fallegar kveðjur, klingjandi flöskur með skemmtilegu innihaldi berast mér daglega!

"mamma, heldur álfurinn þinn að þú sért alki" spurði Guddi minn í gær þegar ég kom heim með enn eina fljótandi gjöfina ;)

Hann skilur ekki að álfurinn minn gerir sér grein fyrir því að fagrar konur sem vinna mikið eiga skilið að slaka á með líkjörsglas eða kokkteil, nú eða hvítvínsglas í lok erfiðs dags.
Borða konfekt úr jólaskál, bera á sig andlits serum dropa par excellence og horfa á róandi ljós úr jólahúsi.

Yndislegt!

Hlakka til að koma í vinnuna í dag og sjá hvað bíður mín ;)

Engin ummæli: