Hver stal tímanum?!
Helgin gjörsamlega hvarf svona rétt eins og síðustu helgar og vikur hafa gert!
Ég fékk 3 elderly vahú ladies í mat á föstudagskvöldið til langt gengin í fimm um nóttina. Það var svo mikið hlegið eftir saltifisk og parmaskinkuát að Guddi sagði morguninn eftir að hann hefði átt von á að einhver dæi úr hlátri!
Sumir voru amk. með slæma strengi!
Æðislegt kvöld!
Ljósmyndarinn, framhaldsskólakennarinn og háskólaneminn brilleruðu!
Á laugardaginn skoðaði ég nýja heimili jólakattar ömmustráks sem "á heima hérna aleinn"!, hann er kominn með sérherbergi og voða stoltur af því!
Hann kom svo með mér heim og hitti mörgæsina og Gudda, við skruppum að hitta Írenu, Andreu og Garðar og jóluðumst aðeins þar.
Heima bökuðum við 3 smákökusortir og rauluðum með Leppalúða sem er náttúrulega uppáhald barnabarnsins og Grýlu (við erum jólakötturinn og Grýla til skiptis).
Um morguninn var amman mikið spenntari en barnið yfir því hvort eitthvað hefði komið í skóinn en þetta barn er svo stóískt yfir skónum að annað hefur ekki sést. Spurning hvort það væri ekki meiri spenningur hjá pilti ef Grýla, Leppalúði eða kattarófétið settu í skóinn í stað sveinanna.
Þegar litli maðurinn var snúinn heim á leið tóku við snúningar í allar áttir að gera og græja, bæði fyrir jólamatinn sem ég sé um (amma klikkaða sko, eins og barnabarnið segir) fyrir námsflokkana og jólin, kaffihúsaferð með hommanum og svo heim að pakka inn fyrir mörgæsina.
Renndi svo vestur í bæ að sækja jólapakka frá kisu einni í vesturbænum og skellti svo í 2 ostakökur eftir að ég bjargaði ÖRFÁUM maple sýróps og pekan hnetu hafrakökum nánast úr gininu á Gudda.
Þær voru bakaðar seint í gærkvöldi og áttu eftir að fara í boxið. Guddi stakk bara af með alla skálina inn til sín og það voru ÖRFÁAR eftir þegar ég uppgötvaði hvað var í gangi!
Öss, hann er fljótari að éta þær en ég að baka þær og er ég samt helv. snögg! Mig grunar að hornin séu líka öll horfin úr kistunni, hann hitar heilu matardiskana í einu og gleypir svo heil eins og rúsínur úr lófa sér!
Nú er það einn kaldur á kantinum fyrir svefninn og svo er sprettdagur á morgun.
Á hinn daginn er hinsvegar jólahlaðborðsferð með hjúkkunum tveim tilvonandi og tilheyrandi skálerí!
Doktorsneminn sagði að það væri heldur betra að ég væri við skál þegar við skreyttum jólatréð um kvöldið því þá væri ég svo ligleglad!
Well, það verður gaman að sjá það!
Skál félagar ;)
Það eru að koma jól!
HÓHÓHÓ!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli