föstudagur, 10. desember 2010

Bloggþörf aftur!

Ég hef fundið fyrir vaxandi bloggþörf síðustu daga.
Lét undan henni hálfrangeygð, uppvöknuð, um miðja nótt.
Það er "ÞESSI" árstími!
Elska aðventuna :)
Það er búið að vera brjálað að gera í ótrúlega skemmtilegum verkefnum. Baka með konum og körlum, elda Tapasrétti, ítalska rétti og kenna skemmtilegu fólki úr Námsflokkunum að elda og baka.
Nú ætla ég að byrja að baka sjálf: hvítar engiferkökur, rússa, sörur, horn, hafrakökur með pekan hnetum, trufflur, hnetugott, bombur, búa til lifrarmousse, rauðlaukssultu, grafa lax og græja sósu. Alveg spurning að grafa lamb í lakkríssósu og innbaka nokkrar ólífur í leiðinni.

Oggggggg pakka inn jólagjöfum og fara með ömmustráknum að finna jólasvein ársins 2010!

Engin ummæli: