sunnudagur, 12. desember 2010

Allir baggalútarnir!

Ömmubarnið mitt, Jón Þór jólaköttur, gisti á föstudagskvöldið og fór með mér í jólasveinaleit í Kringluna og á Korputorg á laugardaginn.
Ég var Grýla. Ófreskjurnar eru miklum mun vinsælli hjá honum en jólasveinarnir sjálfir.
Hann hefur til dæmis engan áhuga á að vera Stúfur eða Hurðaskellir. Bara jólakötturinn, Grýla eða Leppalúði.

Hann hefur líka ekki mest hefðbundna smekk barna á jólalögum.
Leppalúði með Baggalút er algjörlega í toppsætinu hjá honum.
Þeir voru í Kringlunni í gær að árita plöturnar sínar.
"AMMA, Allir baggalútarnir eru þarna"! Drengurinn var alsæll að sjá þá en hann lætur ekki bara duga að hlusta á jólaplötuna þeirra daginn út og daginn inn heldur vill hann horfa á myndböndin þeirra út í eitt líka.

Ég verð að segja að ég er sérlega ánægð með hrifningu drengsins á jólaskrímslunum, áti þeirra á óþekkum krökkum og tónlistarsmekkinn hans.

Gæti barnið verið meira í stíl við kvekendið hana ömmu sína!

Don´t think so!

Æði!

Jólasveinn ársins 2010 hefur ekki fundist ennþá þrátt fyrir sérstakan leitarleiðangur.
Ég talaði við fulltrúa jólasveina heimilisins og útskýrði þessa skelfingu fyrir þeim, að í ár fengju þeir kannski engan félaga. Þeim leist ekki vel á svo ég ætla að reyna betur.



Frétti af jólabúð í Mosó sem gæti átt þann eina sanna ;)

Engin ummæli: